Hve margir laxar lifa af sleppingar?

Vel má vera að það geri eitthvert gagn að sleppa stórlaxi. Hins vegar setur maður spurningamerki við slíkt eftir að fregnir bárust af því að grenjaskyttur hefðu fundið laxabein við tófugreni. Tófan nær sér ekki í lax nema á þurru landi, öfugt við það sem minkurinn gerir. Því er líklegt að umrædd laxabein hafi verið úr laxi sem hafi rekið dauðann á land.

Þegar stórlaxi er sleppt hefur hann verið lengi á króki veiðimanns og er því verulega þreyttur. Það er því stór spurning hverjar lífslikur þessara laxa eru. Má ekki alveg eins búast við að hluti þeirra drepist og hvaða gagn gera sleppingarnar þá? Ástæða er þvi til að kanna vel hverjar lífslíkur þessara sleppilaxa eru.


mbl.is Veiðimenn beðnir að sleppa stórlaxi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég tel að mjög fáir laxar sleppi lifandi eftir volkið á króknum og betra væri ef á honum væri sleppibúnaður eins og til dæmis að málmurinn væri þanneigin að hann rétti úr sér við ákveðið átak og agnaldið væri ekki á, en þegar laxinn er búinn að berjast í grjóti, sandi og á bakkanum í hendi veiðimans er hann búinn að verða fyrir svo miklum hreystursskaða að hann á ekki mikla von, þegar hann drepst er hann annaðhvort hyrtur upp af tófu eða fugli nú eða hann rúllar til sjávar og er étinn þar svo segja veiðimenn við ættum nú að sjá hann ef að hann hefur drepist í ánni en það gera þeir ekki og þetta veiða sleppa er rugl, stórlaxinum fækkar af náttúrfræðilegum orsökum líklega vegna hlýnandi vatna og að fresta veiðiopnun held ég að geri lítið gagn en það mætti samt fresta lokun því að það bendir margt til þess að vegna hlýnandi vatna gangi laxinn seinna og seinna.

Æi mér finnst Veiðimálastofnun ekki stofun sem mark er á takandi hún er orðin svo innvinkluð í skítasukk þeirra Laxeyrarmanna og Árna Bald að hana ætti að leggja niður sem fyrst og hvað hún kemst upp meða maður lifandi að fara yfir á fjálögum og aukafjárlögum ár eftir ár og eða áratugi eftir áratugi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.6.2010 kl. 11:22

2 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Ef það er ekki minkur á svæðinu þá er mjög góðar líkur á því að hann lifi þetta af.

Laxinn fer bara niður í næsta hyl og hvílir sig. Hann er nokkuð fljótur að jafna sig eins og þú kannski veist. Þegar þú ert með laxinn á og gefur honum smá tíma til að hvíla sig þá getur hann verið fljótur að rífa sig lausan. 

 Finnst þetta mjög sniðugt enda stórlaxinn ekki það besta á milli tannanna finnst mér. Ég kýs þá í kringum 2kg og hámark 4kg. En það er auðvitað matsatriðið hvers og eins.

En það væri líka hægt að kanna þetta með merkingum á löxum, væri sennilega sniðugast til að fylgjast með þeim laxi sem sleppt er. 

Júlíus Valdimar Finnbogason, 10.6.2010 kl. 11:23

3 Smámynd: Dexter Morgan

Það drepst álíka mikið af þessum fiski og þeir sem látast af því að stíga á nagla. 99,5 % lifa þetta af. Tófan hefur nóg af ráðum til að ná sér í lax ef hún vill. Hún lætur t.d. Svartbakinn um puðið við að ná laxinum og drepa hann á grynningum, svo kemur rebbi og stelur veiðinni. Nú, svo drepst fullt af fiski af náttúrulegum völdum.

Dexter Morgan, 10.6.2010 kl. 12:23

4 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Mér finnst persónulega algjör óþarfi að draga Árna Bald inn í þetta Högni. Þó menn séu bitrir yfir velgengni hans í sínu starfi þá þarf ekki að draga hann inn í svona umræðu.

Furðulegt að fólki megi ekki vegnast vel í lífinu án þess að menn fyllist öfundsýki eða biturð í garð þeirra. 

Ert þú Högni kannski svona vel að þér um þessi mál að þú veist að laxinn verður étinn eða rúllar niður í sjó og drepst? Horfir þú uppá þetta eða ertu að lepja upp sögusagnir manna sem eru að fárast yfir verðinu og hafa ekki efni á því að veiða í þessum laxveiðiám?

Ég veiði mikið (fer oft að veiða en misjafn er aflinn) og sá fiskur sem ég sleppi syndir út aftur enda tek ég varlega á honum og dreg hann ekki á bakkanum(kannski rétt síðasta meterinn en reyni að fara varlega). Svo er fiskurinn heldur ekki að berjast um í grjóti eða sandi endalaust ef rétt er farið að og hef ég aldrei séð mikinn hreystursskaða á þeim fiski sem ég landað. Ber samt að taka það fram að ég hef ekki verið að fá stórlaxinn en sá lax sem ég fæ og hirði er alltaf í góðu ásikomulagi hreysturslega séð.  

Ég held að veiðimálastofnun viti meira um þessi mál en ég og þú þannig að eigum við ekki að leyfa þeim vinna vinnuna sína.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 10.6.2010 kl. 12:24

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er sammála því að hann er ekki sá besti þessi stóri, það ku hafa verið lesið í einhverjar merkingar að hann lifi þetta, ég trúi því bara ekki eftir að hafa horft á veiðimenn veiða og sleppa hér út um gluggann hjá mér sumir ráða ágætlega við að veiða/sleppa en fæstir, suma veiðimenn sér maður slást við fiskinn hér upp og niður með allri á og jafnvel langt út á tún við að reyna að ná út úr þeim.

Ég held að málið sé frekar að fækka stöngum og jafnel dögum í viltum ám, þetta skiptir minna máli í hafbeitarám en samt væri betra að þeim stóra sé hlýft þar líka, það er bara alltaf stóra spurningin, hvernig?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.6.2010 kl. 12:29

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Júlíus, ég efast mjög um margt sem kemur frá Veiðimálastofnun, nei ég lep ekki upp neinar sögur og er ekki stangveiðimaður og þú veist ekkert hvað verður um fiskinn sem þú sleppir og segir synda frá þér, hann getur hæglega verið étinn af tófu annaðhvort bara strax um nóttina en svo getur hann orðið fyrir miklum hreystursskemdum að hann drepst eftir nokkra daga eftir að sveppur hefur náð yfirhöndinni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.6.2010 kl. 12:34

7 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Vissulega getur hvað sem er gerst með fiskinn Högni en af hverju eigum við að ganga út frá því versta?

Er ekki nær að sleppa honum og vona hið besta?

Mér finnst það allavegana jákvæðara.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 10.6.2010 kl. 12:36

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það var annað Júlíus varðandi Veiðmálastofnun, Laxeyri og Árna þá hef ég mjög lítið álit á "fiskræktun" þeirra eða hef eiginlega mikinn efa um þau störf, ég tel að í raun sú  fiskrækt "sé peningarækt" sem á ekkert skilt við ræktun Laxastofna.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.6.2010 kl. 12:39

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er sammála Júlíus og spyr hvaða aðferð er sú besta en innan stangveiðimanna er þetta meira rifrildi um hver hefur réttast fyrir sér en ekki hvað menn séu að segja og reyna að lesa í reynslu og ég mundi vilja sjá reynslubanka verða til einhversstaðar þar sem menn myndu safna saman reynslusögum og reyna að vinna saman úr þeim.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.6.2010 kl. 12:41

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ein hugmynd Júlíus, það mættu vera blaðsíður í veiðibókum þar sem menn skrifa reynslusögur og hugmyndir þá fáum við reynslu úr hverri á fyrir sig en svo þarf að vinna úr því og halda utan um þær.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.6.2010 kl. 12:44

11 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Það eru dagbækur til staðar í flestum veiðihúsum að ég held þannig að menn gætu miðlað sinni reynslu í þær.

Það þarf bara að fá menn til að skrifa niður þessar upplýsingar. Sjálfur held ég utan um þau svæði sem ég veiði á, hvort sem er um að ræða á Íslandi eða í Noregi. Hef því miður ekki farið víðar og því ekkert alltof margar reynslusögur.

Verð að bæta úr þessu og koma mér til fleiri staða í stangveiði enda finnst ódýr laxveiði útum allan heim.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 10.6.2010 kl. 12:48

12 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Annað með ræktun laxastofna. Það má vel vera að þetta sé líka peningarækt og ég sé ekkert að því að menn haldið við stofnum og þéni á því. Ég er á því að þetta er alveg eins í lagi eins og skógarhöggið þar sem menn eru að planta trjám á móti þeim sem þeir höggva.

 Verðum að nýta okkur þau viðskiptatækifæri sem til eru svo lengi sem það er hægt. Vil samt ekki að stofnum verði útrýmt og með þessari ræktun er verið að reyna að sporna við því mundi ég halda.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 10.6.2010 kl. 12:54

13 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gott væri að laxar yrðu alltaf merktir fyrir sleppingu. Það gæti hjálpað til við að átta sig á því hvernig þeim reiðir af. Koma mætti sérstökum merkjum fyrir í veiðihúsum, þar sem stórlaxa er von.

Haraldur Bjarnason, 10.6.2010 kl. 12:56

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já ég veit það eru gestabækur en gott væri að þetta færi bara í veiðibækurnar og einhver héldi svo utan um það en það kostar auðvitað og þá væri reynslan bara uppflettileg t.d. á netinu.

Ég trúi þér vel að þig langi að veiða erlendis líka nógu eru myndirnar og sögurnar flottar hjá þeim sem reynt hafa.

Í fiskirækt lætur maður ekki hvaða stofn sem er hvar sem er, það er málið.

Tek heils hugar undir þetta Haraldur og meiri peningar hefðu þurft að fást í að merkja með merkjum sem hægt er að lesa af eins og staðsetnigar og dýpt og hita og ég veit ekki hvað og hvað ekki er orðið hægt að lesa úr þessum merkjum sem Laxfiskar ehf. eru að nota og Veiðimálstofnun eignar sér.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.6.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband