Senditíkur Davíðs halda áfram
8.6.2010 | 18:13
Senditíkur Davíðs á Alþingi eru nú á fullri ferð við að dreifa athyglinni frá óþægilegri umræðu um ofurstyrki þingmanna Sjálfstæðisflokksins frá útrásargenginu. Þeir hafa komið látlaust með sömu spurningarnar til þess eins að fá sömu svörin. Nú draga þessar senditíkur enn og aftur trúverðugleika forsætisráðherra í efa. Þeir minnast ekkert á Davíð Oddsson fyrrverandi Seðlabankastjóra og hvernig hann sem forsætisráðherra úthlutaði sér seðlabankastjórastöðunni og ákvarðaði launin sjálfur.
Allar þessar sjónhverfingar þeirra eru til að fela sannleikann á bak við sukk íhaldsins og tefja framgang mála á Alþingi. Davíð og Mogginn birta svo leiðara og fréttir af öllu þessu rugli og aðrir fjölmiðlar hlaupa líka til eins og um blákaldar staðreyndir sé að ræða.
Spyr um sannleiksskyldu ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Davíð sigar oft þessum 2 rökkum, Birgi og Sigurði Kára. Þeir gelta alltaf þegar hann sigar þeim en þegja annars enda hafa þeir ekkert fram að færa. Annars vill Davíðsarmurinn losna við Guðlaug Þór en þeir geta ekki bolað honum í burtu með góðu móti. Það verður gaman að fylgjast með þeim farsa sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins er. Þar verða blóðug átök hinna ýmsu spillingarafla innan þessara aumu og úrkynjuðu spillingarsamtaka.
Guðmundur Pétursson, 8.6.2010 kl. 18:28
Þetta er svo sannarlega aumkunarverð leið hjá sjálfstæðisflokknum til að slá ryki í augu fólks, nú þegar þeir eru með allt niðrum sig. Að sjá þessa spillingarpésa tala um siðferði og spillingu er í raun hlægilegt.
ThoR-E, 8.6.2010 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.