Löngu tímabært

Auðvitað á að hefja strandflutninga aftur og með svona 4-5 lykilhöfnum. Síðan er hægt að hafa landfutninga út frá þeim. Það er löngu tímabært að taka upp strandflutninga aftur. Allar þjóðir sem eiga land að sjó eru með strandflutninga og það ekki bara á vörum heldur jarðvegs- og efnisflutninga líka. Með þessu er hægt að létta stórlega álagi af lítilfjörlegum þjóðvegum fyrir utan alla hættuna sem umferð stórra bíla skapar á mjóu vegunum hér. Miklu mjórri og vanþróaðri vegum en í nágrannaríkjum, sem þó hafa sína strandflutninga.

Ég skil ekki alveg það sem kemur fram í þessari frétt að heimahöfn strandflutninga eigi að vera á Akureyri einfaldlega vegna þess að hún þarf að vera þar sem millilandaskipin leggja að sem er á höfuðborgarsvæðinu. Grundartangi gæti líka þjónað þessi vel enda er þar flutningahöfn framtíðarinnar. Góð höfn og nóg pláss í landi sem engin byggð þrengir að.

Jafnvel þo ríkið þurfi að taka einhvern þátt í sjóflutningunum þá koma þeir til með að spara mun meira þegar horft er á hlutina í samhengi.


mbl.is Strandsiglingar álitlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband