Í einkabísniss að maka krókinn á ríkinu
1.6.2010 | 20:30
Sérfræðilæknar ætla greinilega ekki að bíða með launahækkanir eða taka á sig skerðingu eins og flestir aðrir í þjóðfélaginu. Flestir þeirra eru að vinna inn á sjúkrahúsunum og auk þess að praktísera út í bæ. Það er athyglisvert að ef farið er til sérfræðilækna á sjúkrahúsi þá eru reikningarnir frá þeim undantekningalítið merktir einhverju einkahlutafélagi. Ehf-væðingin kemur víða við og sú staðreynd að með því komast menn hjá því að greiða gjöld eins og útsvar til samfélagsins. Úr einkahlutfélögunum taka menn fyrst og fremst arð sem eingöngu fjármagnstekjuskattur greiðist af. Svo er einfalt að færa ýmsan kostnað á þau líka. Hvað skyldu svo þessir læknar borga fyrir aðstöðuna, öll tækin og símaþjónustuna sem þeir hafa á sjúkrahúsunum? Það væri fróðlegt að vita. Þeir eru greinilega ríki í ríkinu eins og margir smákóngarnir í einkabísniss sem maka krókinn á ríkisjötunni.
Verð fyrir þjónustu sérfræðilækna hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.