Mikið líf vegna strandveiðanna

Strandveiðarnar hafa hleypt miklu lífi í sjávarbyggðir landsins og hafnirnar iða af lífi þegar bátarnir koma að landi. Þegar svona gerist að margir bátar eru settir á sjó, sem ekki hafa verið notaðir til fiskveiða í mörg ár, má búast við einhverjum skakkaföllum. Stundum fara menn af stað af meira kappi en forsjá. Þessir 556 bátar sem eru að veiðum hljóta allir að hafa fengið skoðun og haffæriskírteini svo ef eitthvað er að búnaði þeirra er við skoðunarfyrirtæki að sakast.

Ný kynslóð trillukarla_2 Fjölbreytt flóra á strandveiðunum_1 

Strandveiðibátar eru af ýmsum stærðum og gerðum. Þessar myndir sýna strandveiðibáta á Arnarstapa og Akranesi.


mbl.is Mikið annríki hjá Landhelgisgæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband