Röng frétt um tap Sjálfstæðisflokks á Akranesi

Það er ekki rétt í þessari frétt að Sjálfstæðisflokkur hafi tapað tveimur bæjarfulltrúum á Akranesi. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þremur bæjarfulltrúum annars hefði hann ekki getað haft hreinan meirihluta í 9 manna bæjarstjórn. Bæjarfulltrúi Frjálslyndra gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á miðju kjörtímabili og var í framboði fyrir flokkinn núna. Sigurinn er stór bæði hjá Samfylkingu og Framsókn, sem bauð nú fram með óháðum. Báðir flokkar tvöfölduðu bæjarfulltrúatöluna.

Það er athyglisvert að fylgjast með því hvaða sveitarfélög RÚV velur fyrir beinar útsendingar utan höfuðborgarsvæðis. Akranes er langfjölmennasta sveitarfélagið í öllu Norðvesturkjördæmi og skoðanakönnun benti til stórra tíðinda í kosningunum þar. Bein útsending var hins vegar frá Ísafirði og fréttamaðurinn úr Borgarnesi sendur þangað með tilheyrandi kostnaði eftir að hafa tekið myndir á kjörstað á Akranesi kl. 10 í morgun. Síðan er beinar útsendingar frá Akureyri, sem er ósköp eðlilegt, enda tíðinda að vænta þar og bein útsending frá Vestmannaeyjum. Engin útsending hvorki af Vesturlandi, Norðurlandi vestra eða Austurlandi.


mbl.is Meirihlutinn fallinn á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sjálfstæðisflokkur fékk fimmta manninn bakdyramegin á síðasta kjörtímabili. Frjálslyndir fengu einn mann en hún ákvað að skipta um flokk stuttu eftir kosninga.

Þetta er ein af brotalömum í okkar lýðrði, ef kjörnir fulltrúar skipta um flokk taka þeir sætið með sér. Frjálslyndiflokkurinn fékk einn mann inn í síðustu kosningum en var án fulltrúa mest allt kjörtímabilið.

Hluti af skýringu taps Sjálfstæðisflokksins nú er að þriðji maður á lista þeirra er einmitt þessi manneskja sem hljóp til þeirra frá Frjálslyndum.

Gunnar Heiðarsson, 30.5.2010 kl. 01:37

2 identicon

Svona er staðan á "útvarpi allra landsmanna" , svæðisstöð Reykjavíkur og nágrennis. Svo fær "fréttamaðurinn" Gísli að vaða um allt með sína aulafyndni...hóværð og vandvirkni virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá núverandi útvarps- og fréttastjórum...

Hjalti (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 11:44

3 identicon

Hógværð á það að vera...vandvirkni er sumstaðar enn í fullu gildi...

Hjalti (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 12:02

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mér finnst líka athyglisvert að heimabæir frétta- og útvarpsstjóra virðast njóta sérstakrar virðingar í fréttum. Óðinn er að sjálfsögðu með 2 fréttamenn í vinnu á Akureyri og svo eru Vestmannaeyjar (4000 manna bær) orðnar daglega í fréttum, kannski á Palli hlut að máli þar. Þetta tvíeyki er búið að klúðra fréttaflutningi af landsbyggðinni. Af Vesturlandi virðast fréttirnar þurfa að vera um lopapeysur og landbúnað með tilheyrandi orðaleikjum. Akranes er t.d. ekki til á korti RÚV en þar búa 6.500 af 15.000 íbúum Vesturlands.

Haraldur Bjarnason, 30.5.2010 kl. 13:34

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Skaginn er bara úthverfi rvk

Óskar Þorkelsson, 30.5.2010 kl. 13:46

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessu er öfugt farið Óskar. Reykjavík er úthverfi Akraness.

Haraldur Bjarnason, 31.5.2010 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband