Góður oddviti sveitarstjórnar Reykjavíkur

Með fullri virðingu fyrir öllum oddvitum framboða til sveitarstjórnar í Reykjavíkurhreppi þá bar Jón Gnarr af í þessum þætti. Einhvern tíma hefði maður orðið pirraður yfir því að sveitarfélag með rúman þriðjung íbúa þess lands fengi nær heilt föstudagskvöld í sjónvarpi allra landsmanna. Það var ég hins vegar ekki núna og allt er það Jóni Gnarr að þakka sem var yfirvegaður, hreinskilinn og laus við að taka orðið af öðrum sem voru í þættinum. Hann verður án efa góður oddviti sveitarstjórnar Reykjavíkurhrepps.
mbl.is Vill hvítflibbafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Yfirvegaður, hreinskilinn og [kurteis]" (þetta innan hornklofa er mín túlkun).

Reyndu frekar: "Tómur,  glórulaus og leikari"!

Gnarrinn var úti á þekju, gaf engin skýr svör nema patentlausnina: "Hvítflibbafangelsi"...!

Sem er ekki á forræði Reykjavíkur né nokkurs annars sveitarfélags.

En það mætti vissulega loka þennan lýðskrumara inni á Arnarstapa.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 00:58

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Næ þessi ekki með innilokun á Arnarstapa Baldur Ragnarsson (dulefni Ybbar gogg). Þar eru allir frjálsir og líklega hvergi meira frelsi en þar. Vissulega er Jón Gnarr leikari en það eru hinir líka. Tómur og glórulaus er hann ekki en ég legg ekki mat á það hjá hinum. Hann lét hvergi taka sig í bólinu í þessum þætti og gerði góðlátlegt grín að hinum frambjóðendum. Ég hugsa að hvorki þú né þeir hafið skilið sneiðar. Það snjallt er þetta hjá honum. Það er öllum sveitarfélögum frjálst að bjóða ríkinu húsnæði fyrir hvítflibbafangelsi. Svo má líka einkareka það, sem ætti að vera draumur sjálfstæðismanna.

Haraldur Bjarnason, 29.5.2010 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband