Toppadýrkun Reykvíkinga
27.5.2010 | 08:01
Kannski eru útvarps- og sjónvarpsauglýsingar Sjálfstæðisflokksins að bera árangur? Í þeim er athyglisvert að Hanna Birna minnist ekki einu orði á að hún sé fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og hún nefnir flokkinn aldrei á nafn. Hún segir aðeins "Við í borginni." Með þessu hefur henni kannski tekist að fela það hvað hún stendur fyrir og í raun afneitað flokknum, sem er skiljanlegt í ljósi "afreka" þessa flokks við hrunið.
Annars er það athyglisvert að alla tíð hafa sveitarstjórnarkosningar í Reykjavíkurhreppi snúist um hver eigi að bera kórónuna á toppnum. Þar hefur einhverskonar kónga- eða leiðtogadýrkun verið ráðandi og málefni hafa litlu skipt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn dubbaði svo Ólaf F. Magnússon upp í forystusætið til þess eins að ná völdum voru það hins vegar ekki kjósendur sem völdu sér kónginn heldur flokkurinn og sem fyrr skiptu málefnin þá engu.
Flestir vilja Hönnu Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonum að við fáum ekki þann topplausa Dag sem borgarstjóra
Haukur Gunnarsson, 27.5.2010 kl. 10:11
Haukur. Borgarstjóri er í raun framkvæmdastjóri og þarf því fyrst og fremst að hafa þekkingu og hæfileika í það starf. Toppur eð toppleysi skiptir þar engu máli. Annars er mér nokk sama hver er framkvæmdastjóri Reykjavíkurhrepps enda hef ég aldrei haft þar kosningarétt.
Haraldur Bjarnason, 27.5.2010 kl. 11:50
Þú ert alltaf jafn góður Halli. Ég held að Hanna Birna hafi tapað mörgum atkvæðum í gærkveldi þegar sjónvarpsáhorfendur urðu varir við fýlusvipinn sem kom á hana þegar henni var mótmælt.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 27.5.2010 kl. 13:09
Í dag er heilsíðuauglýsing frá henni í Fréttablaðinu og hvergi minnst á Sjálfstæðisflokkinn, aðeins x-d merki í horninu. Það er þetta sem er að takast hjá henni. Hún telur fólki trú um að x-d standi bara fyrir hana sjálfa en ekki Sjálfstæðisflokkinn því þá myndi merki flokksins með ránfuglinum líka vera í auglýsingunni.
Haraldur Bjarnason, 28.5.2010 kl. 07:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.