Vinna makrílinn beint á neytendamarkað
25.5.2010 | 07:30
Auðvitað þarf að koma þessari gúanóhugsun út úr makrílumræðunni og vinna þennan góða matfisk til manneldis. Það er gott til þess að vita að stórútgerðirnar ætli að gera það. Þær munu þó án efa fyrst og fremst frysta makrílinn til útflutnings þar sem hann er unninn frekar. Heitreyktur makríll er herramannsmatur og vinsæll víða. Þá er hann einnig vinsæll niðursoðinn og kryddaður. Við þá verkun eru tækifæri hér á landi. Litlar útgerðir sem koma til með að veiða makríl í einhverjum mæli hafa tækifæri á að fullvinna eða láta fullvinna makrílinn beint á neytendamarkað. Hornfirðingar hafa stigið skref í þessa átt og heitreykja nú bæði makríl og ál.
Gerum meira af því að fullvinna fisk á markað í stað þess að afla bara hráefnis fyrir aðrar þjóðir.
Hornfirðingar sýndu heitreyktan makríl á ferðasýningu í Perlunni
Ætla að gera sér aukinn mat úr makrílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er gaman að lesa, því maður gat ekki annað en hugsað sem svo, þegar þessi annars verðmæti fiskur fór að veiðast við landið og honum var "skóflað" upp í bræðslu, "hafa menn ekkert lært"? en það er sem betur fer greinilegt að ég hafði rangt fyrir mér, og ég get ekki annað en glaðst yfir því.
Annars á eftir að koma í ljós hvort "landanum" sjálfum líki makríllin á sitt borð, ég persónulega er svona mátulega hrifinn af honum nema þá helst reyktum, en þetta er talinn "herramannsmatur" hér allavega í S.Noregi og á Jótlandi í DK og annars í báðum löndunum, og líklega víðar, svo markaðurinn fyrir hann til manneldis er örugglega fyrir hendi.
En semsagt "GÓÐAR FRÉTTIR" og gott mál fyrir þjóðarbúið í heild.
MBKV að "Utan"
KH
Kristján Hilmarsson, 25.5.2010 kl. 14:59
Já og "lagður niður" í tómatsósu NAMM !!!
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 25.5.2010 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.