Svæði A og D, hvað segir það lesendum?

Standveiðarnar eru hið besta mál og gott til þess að vita hve margir eru komnir til veiða. Þær færa líf í hafnir landsins og nóg er af fiskinum enda hefur komið í ljós að flestir er fljótir að fá skammtinn sinn. Þessi frétt er hins vegar óttalega klén og aðeins sagt að mest hafi verið sótt í leyfi á svæði A og D. Ekki er ég viss um að lesendur mbl.is viti almennt hvernig svæðaskiptingin er en hún er þessi samkvæmt reglugerð um strandveiðar:

  1. Eyja- og Miklaholtshreppur - Súðavíkurhreppur. Í hlut þess koma alls 1.996 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 499 tonn í maí, 599 tonn í júní, 599 tonn í júlí og 299 tonn í ágúst.
  2. Strandabyggð - Grýtubakkahreppur. Í hlut þess koma alls 1.420 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 355 tonn í maí, 426 tonn í júní, 426 tonn í júlí og 213 tonn í ágúst.
  3. Þingeyjarsveit - Djúpavogshreppur. Í hlut þess koma alls 1.537 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 384 tonn í maí, 461 tonn í júní, 461 tonn í júlí og 231 tonn í ágúst.
  4. Sveitarfélagið Hornafjörður - Borgarbyggð. Í hlut þess koma alls 1.047 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 419 tonn í maí, 366 tonn í júní, 157 tonn í júlí og 105 tonn í ágúst.

"Fréttin" á mbl.is er kópíeruð beint af vef Fiskistofu án nokkurra skýringa en eflaust vita flestir lesendur þess vefjar hvar svæði A og D eru. Meira að segja er hún kópíeurð með þeim villum sem þar eru eins og þessari: "Á þessari fyrstu viku héldu 321 bátur til veiða..." - Auðvitað átti þarna að standa "Í þessari fyrstu viku hélt 321 bátur til veiða."

Svona gerist þegar blaðamenn vinna ekki vinnuna sína og kópíera texta annarra. Enginn fjölmiðill, sem ætlar að vera vandur að virðingu sinni gerir þannig hluti.


mbl.is 407 komnir með leyfi til strandveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ef draga má einhvern lærdóm af þessari fyrstu frétt um aflabrögð strandveiðibáta, þá virðist augljost að það þarf að fjórfalda, nú þegar, leyfilegt aflamagn á hvern bát, - án nokkurs endurgjalds til ríkisins.

Tryggvi Helgason, 15.5.2010 kl. 13:37

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Spurning hvort það er vandurinn eða virðingin sem er fokin, frændi....?

Ómar Bjarki Smárason, 15.5.2010 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband