Þessi "virtu" endurskoðunarfyrirtæki
12.5.2010 | 07:51
Athyglin í öllu þessa bankasukki hefur verið á opinberu eftirliti auk útrásarskúrkanna sjálfra. Nú ber nýtt við því eitt af endurskoðunarfyrirtækjunum með útlendu nöfnunum, sem hafa verið áberandi hér á landi, er nú sakað um svik eins og kemur fram í fréttinni:
PricewaterhouseCoopers tók þátt í svikum
Glitnir höfðar jafnframt mál gegn PricewaterhouseCoopers, fyrrum endurskoðendum bankans, fyrir að greiða fyrir og taka þátt í að dylja þau sviksamlegu viðskipti sem Jón Ásgeir og félagar komu í kring og sem að endingu leiddu til falls bankans í október 2008.
Hvernig átti opinbera eftirlitið að geta sinnt störfum sínum, ef það reynist rétt sem þarna stendur, að þessi "virtu" eftirlitsfyrirtæki hafi verið handbendi fjárglæpamannanna?
Óska kyrrsetningar eigna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrirsögnin er nú villandi.
Sekt er ekki sönnuð fyrr en búið er að dæma.
Birgir (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 08:22
Þess vegna er nú rétt Birgir að hafa fyrirvara á þessu og gæsalappir meðan vafi er á virðingunni.
Haraldur Bjarnason, 12.5.2010 kl. 09:59
Sammála varðandi þessa "misvirtu" endurskoðendur sem hljóta að bera þunga ábyrgð á því að skrifa upp á reikninga banka og fyrirtækja þessara blessaðra auðvisa. Ég reyndi að vekaj athygli á þessu með litlum árangri fljótlega eftir hrunið. En það er gott að sjá að kerfið virðist vera að taka við sér.
Og svo á nú eftir að taka seðlabankann og fjármálaeftirlitið á beinið líka...aðgerðarleysi þeirra verður þjóðinni dýrkeypt.... Ég hef verið að halda því fram að mörg brotanna eða aðgerðarleysi eftirlitsaðila gæti hugsanlega flokkast sem landráð...
Ómar Bjarki Smárason, 12.5.2010 kl. 22:56
...og voru það ekki þessi "virtu" enduskoðendafyrirtæki sem aðstoðuðu skilanefndir bankanna við að rannsaka hrun bankanna.....?
Ómar Bjarki Smárason, 13.5.2010 kl. 20:15
Þetta meggasukk Ómar Bjarki á eftir að taka á sig endalausar myndir og ljóst að við þurfum hjálp frá útlöndum til að rannsaka því ekki er til nóg af saklausum mannskap til þess hér á landi.
Haraldur Bjarnason, 14.5.2010 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.