Eyða þarf þessari óvissu
11.5.2010 | 07:41
Það væri nú eftir öðru að eitthvert kerfisfrumvarp verði til þess að fjöldi fólks verði án atvinnu í sumar ef hvalveiðar verða ekki eins og til hefur staðið. Á síðustu hvalvertíð störfuðu um 50 manns á Akranesi á vöktum í þrjá mánuði við vinnslu hvalkjötsins, annar eins fjöldi vann í hvalstöðinni í Hvalfirði og tveir hvalbátar voru gerðir út með um 30 manna áhöfn. Fyrir utan þetta hafði fjöldi iðnaðarmanna og annarra vinnu af veiðum og vinnslu.
Búið er að gefa út að leyft verði að veiða jafn marga hvali nú og í fyrra. Ríkisstjórnin þarf því að taka af skarið nú og eyða allri óvissu. Ríkisstjórn sem hefur áhyggjur af atvinnuleysi og er að gera ráðstafanir vegna þess getur ekki látið slík atvinnutækifæri og háar tekjur framhjá sér fara.
Lagafrumvarp setur veiðarnar í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
til að veiða hval þá þarf að selja afurðirnar.. það hefur ekki tekist undanfarin 2 ár. Kristján loftson er að slá ryki í augun á fólki, ekkert annað !
Óskar Þorkelsson, 11.5.2010 kl. 15:51
Hann borgaði þessum 150 starfsmönnum góð laun í fyrra og er ekki farinn á hausinn þannig að eflaust er hann búinn að selja megnið af þessu þótt hljótt fari. Hvers vegna ætti hann að vera að slá ryki í augu fólks með því að segja frá hvað er í gangi hjá stjórnvöldum? Ef hann fær ekki tekjur getur hann ekki greitt laun og hann væri ekki að sækjast eftir því að greiða fólki laun nema að hann hefði tryggar tekjur.
Haraldur Bjarnason, 11.5.2010 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.