Er kannski meira til af loðnunni?

Kannski er það bara svo með loðnuna eins og fleiri fiska við Ísland að mun meira er til af henni en fræðingar Hafró telja. Að vísu man ég eftir loðnugöngum inn á Borgarfjörð með norðanverðu Akranesi á níunda áratugnum og voru þá loðnubátar við veiðar rétt norður af Akranesi. Undanfarið hefur Breiðafjörðurinn verið fullur af síld sem ekki hefur mátt veiða. Þangað hafa makríll og skötuselur líka gengið í stórum stíl. Þorskur hefur mokveiðst og svo mikið að flestir bátar voru orðnir kvótalausir á miðri vetrarvertíð.

Það er allt breytingum háð í lífríki hafsins og þar hafa greinilega orðið miklar og jákvæðar sviptingar undanfarin ár. Samt er það ennþá svo að megnið af þessum fiski syndir framhjá reiknilíkönum Hafró, sem heldur sig við ofurtakmarkanir í veiðiráðgjöf.


mbl.is Loðna gekk inn í Borgarfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband