Strandsiglingar og gjaldtaka
21.4.2010 | 10:21
Það jákvæða í þessum drögum að samgönguáætlun er að kanna möguleika á strandsiglingum. Við erum ábyggilega eina strandþjóðin í heiminum sem ekki er með þannig flutninga. Það þurfa ekki allar vörur að komast samdægurs á milli staða. Hafnirnar eru til og létta þarf þyngstu bílunum af þjóðvegakerfinu.
Hringvegurinn okkar er af sömu gerð og sveitavegir á Norðurlöndunum, mjór og aðeins með eina akrein í hvora átt. Á slíkum vegum ytra er umferð stærstu flutningabíla takmörkuð og þeim beint á margra akreina hraðbrautir. Það er hreint ótrúlegt að alvöru vegaframkvæmdir hér skuli ekki hafa verið fjármagnaðar með gjaldtöku hingað til. Það er gert á Norðurlöndunum og þú keyrir ekki lengi þar á bestu vegum án þess að borga toll. Tæknin í dag gerir þetta einfalt í framkvæmd og veglykill eins og í Hvalfjarðargöngum getur virkað um allt land og meira að segja í bílastæðahús líka. Hvað þá ef nýjast tækni með gervihnattasambandi yrði notuð.
Það er brýnt að koma alvöru vegaframkvæmdum af stað og því á að skoða þessa kosti hratt og örugglega.
Samgönguáætlun lögð fram á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
vandamálið með þessar hugmyndir sem vinstriflokkarnir eru að leggja fram og þá sérstaklega varðandi GPS staðsettningartæki og að mæla hvað fólk keyrir mikið og rukka eftir því, er að það er þegar gert. við erum að borga fyrir að keyra á vegum landsins með olíugjaldinu. það er hinsvegar ekki notað til þess að fara í vegaframkvæmdir og halda við vegakerfi landsins. það er notað í eitthvað allt annað.
áður en fleiri skattar eru lagðir á þá er lágmark að þeir sem eyrnamerktir eru til ákveðina málaflokka, fari þangað. nota bene ég er ekki að tala um vsk eða önnur gjöld á olíu og bensíni. bara það sem á að fara í vegaframkvæmdir og var sett á í þeim tilgangi.
annars eru framkvæmdir eins og göng og tvíbreiðir alvöru vegir eitthvað sem allt í lagi er að setja í einkaframkvæmd með sama hætti og gert er í hvalfjarðargöngunum.
Fannar frá Rifi, 21.4.2010 kl. 10:27
Sammála síðustu málsgrein þinni enda eru það alvöruvegir og göng sem verið er að tala um gjaldtöku á ekki þessir sveitavegir sem eru aðalþjóðvegir okkar í dag. Aðrar þjóðir eru líka með gjaldtöku á eldsneyti en rukka samt vegtolla. Einna skæðust í því er olíuþjóðin norska.
Haraldur Bjarnason, 21.4.2010 kl. 10:32
Nú er talað um að lífeyrissjóðirnir komi með fjármagn í þessar fyrihuguðu vegarfamkvæmdir.
Er það þessvegna sem skerða þarf greiðslur til lífeyrisþega? Liggur eitthvð á?
Strandsiglingar sem aldrei átti að leggja af munu létta mikklu álagi af vegunum.
IGÞ, 21.4.2010 kl. 10:58
það er bara eitt af norðurlöndunum með vegatolla.. noregur. Svíar nota vegatolla inn í stærstu bæina til að takmarka umferð í miðbænum, en ekki til að nota vegatollinn til vegagerðar..
Ég er sammála Fannari frá Rifi :) það gerist annað slagið.
Óskar Þorkelsson, 21.4.2010 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.