Allur fiskur syndir framhjá reiknilíkönum Hafró

Auðvitað á að bæta við kvótann en þar á sjávarútvegsráðherra ekki auðvelt um vik því hann má ekki fara fram úr ráðgjöf svokallaðra vísindamanna hjá Hafrannsóknarstofnun. Allir vita af því að sjórinn er fullur af fiski og nánast sama hvar drepið er niður hvaða veiðarfæri sem er. Allsstaðar er mokafli. Allur þessi fiskur hefur synt framhjá reiknilíkönum Hafró og á því ekki að vera til.

Menn bíða eftir niðurstöðum úr vorralli. Þar er togað á sömu skipum á sömu blettum ár eftir ár. Eflaust gefur þetta góða sýn á viðkomandi togbletti og breytingar á þeim. Hins vegar segir þetta lítið um ástand þorskstofnsins. Það er nefnilega þannig að þorskurinn, eins og aðrir fiskar, hefur sporð og færir sig eftir því hvar hann hefur það besti hverju sinni. Það gera aðrar skepnur líka, t.d. mannskepnan.

Niðurstöður Hafró verða án efa þessar: Ef vel hefur veiðst í rallinu þá er þorskstofninn á uppleið en gæta verður varúðar meðan hann er byggður meira upp. - Ef illa hefur veiðst í rallinu þá er þorskstofninn ekki að ná sér og gæta verður varúðar meðan hann er byggður upp.

Nú þegar á að leggja Hafró niður og ráða sjálfstætt starfandi fiskifræðinga til ráðgjafar. Þá er ekki ólíklegt að nú þegar verði hægt að bæta 50-100.000 tonnum við þorskaflaheimildir flotans.


mbl.is Óttast kvótaskort og stöðvun í fiskvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

All margir gamlir togaraskipstjórar hafa tekið að sér skipstjórn við þetta svonefnda togararall. Það sem þeir hafa sagt eftir að hafa sloppið í land er allt á sömu lund. Þeir munu ekki láta hafa sig í það oftar að taka þátt í svona glórulausri vitleysu undir yfirskini vísindaþekkingar.

Árni Gunnarsson, 20.3.2010 kl. 17:34

2 identicon

Ef mæla á breytingar og þróun yfir langan tíma verður að nota sömu mælitækin á sömu slóðum. Það eru að sjálfsögðu líka notaðar fleiri aðferðir en þetta togararall.

Að leggja niður Hafró og ráða sjálfstætt starfandi fiskifræðinga....hvar höfum við góða reynslu af einkavæðingu ríkisfyrirtækja? Erum við ekki búnir að fá nóg af slíku?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 15:33

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Húnbogi það er alveg rétt hjá þér að togararallið gefur góðar vísbendingar um þróunina á þessum tilteknu togblettum eins og ég reyndar sagði í pistlinum hér fyrir ofna en rallið segir ekkert um þróun annarsstaðar. Hafró og aferðafræðin haf ekki virkað. Þessi ofurfriðunartrú fiskifræðingana þar gengur ekki upp það hefur sýnt sig við Kanada, í Barentshafi og víðar. Þar sem veitt hefur verið umfram ráðgjöf, sem byggð er á sömu formúlu og hjá Hafró, hafa fiskistofnar stækkað. Þess vegna er það gerandi að leggja stofnunina niður og koma með önnur sjónarmið og aðra aðferðarfræði inn. Legg til að Jón Kristjánsson fiskifræðingur, sem er útskúfaður af Hafró og LÍÚ klíkunni verði ráðinn í þetta verkefni.

Haraldur Bjarnason, 21.3.2010 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband