Misskilin vísindi valda vanda

Það er hreint ótrúlegt að ekki skuli veitt meira af þorski þessa dagana. Einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar hér á Akranesi að enginn einasti bátur væri með þorskanet í sjó á hábjargræðistímanum um miðja vetrarvertíð. Sjórinn er fullur af fiski en enginn má veiða. Bátar eru orðnir kvótalausir og enn tæpir 5 mánuðir í nýtt fiskveiðiár. Menn fara hér rétt út fyrir með handfæri og það er fiskur á hverjum króki um leið. Breiðafjörður er fullur af síld sem ekki má hreyfa við. Þar áætla menn um 500 þúsund tonn. Þegar Hafró mældi 400 þúsunda tonna síldarstofn á sínum tíma voru leyfðar veiðar á 100-130 þúsund tonnum. Nú voru veidd 47 þúsund tonn.

Svokölluð vísindi Hafrannsóknarstofnunar hafa brugðist gjörsamlega og þeim neyðast starfandi sjávarútvegsráðherrar hverju sinni til að fylgja. Það er ekki hægt að geyma fisk í sjónum og bíða þess að hann stækki. Nú þegar eru ákveðin svæði ofsetin og þá gerist það að fiskurinn byrjar að éta undan sér eða fer á fjarlægar slóðir. Við erum jafnvel að ala upp fiskistofna fyrir aðrar þjóðir. Fiskurinn hefur sporð og hann, eins og aðrar skepnur heimsins, leitar þangað sem hann hefur það best. Við mennirnir erum hluti af lífkeðjunni og okkur er ætlað að veiða okkur til matar. Misskilin vísindi breyta þar engu.


mbl.is Dalvíkingar vilja veiða meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vér Dalvíkíngar gúterum, enda enn kátir karlar hér ...

Steingrímur Helgason, 18.3.2010 kl. 00:35

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það eru ekki kátir karlar á Akranesi nún Steingrímur. Í fyrsta sinn í sögunni er enginn bátur með þorskanet í sjó á miðri vetrarvertíð. Þeir liggja bundnir við bryggju eða verið að útbúa þá sem leyfi hafa á grásleppu.

Haraldur Bjarnason, 18.3.2010 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband