Góð viðurkenning

Þetta er glæsilegt og góð viðurkenning fyrir það sem þeir bræðurnir Heiðar, Magni og Viðar hafa gert við uppbyggingu þessarar tónlistarhátíðar í gamalli og hrörlegri mjölskemmu síldarbræðslu KHB í heimabyggð þeirra á Borgarfirði eystra. Ástæða er til að óska þeim bræðrum  og Borgfirðingum öllum til hamingju með Eyrarrósina. Það þarf ekki alltaf stór og mikil menningar- og tónlistarhús til að gera góða hluti sem tekið er eftir.
mbl.is Bræðslan fékk Eyrarrósina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Ísland með að þeir fæddust hér (á Borgarfirði eystri). Þessar elskur eru frændur mínir og ég er afar stolt af þeim. Þeir eiga þetta ekki langt að sækja, en Helgi Arngrímss. föðurbróðir þeirra hélt ásamt fleirum uppi háum tónlistarstandard í Alþýðuskólanum á Eiðum forðum daga (´69).- Mig hefur alltaf langað að skella mér á Bræðsluna, kannske ég láti loks verða af því í sumar!

Eygló (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 23:52

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þú verður ekki svikin af því að fara á bræðsluna á Borgarfirði eystra Eygló. Þangað hef ég farið nokkrum sinnum og það er skemmtileg upplifun.

Haraldur Bjarnason, 16.2.2010 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband