Útvarpsgjaldið notað í annað

Útvarpsgjaldið var fyrst og fremst sett á vegna óánægju fólks með afnotagjaldið því það borguðu einungis þeir sem skráðir voru fyrir sjónvarpstækjum. Forsvarsmenn RÚV höfðu hins vegar lengi vel viljað afnotagjaldið frekar en nefskatt að ótta við að nefskattur myndi ekki renna óskertur til RÚV eins og dæmi eru um með fleiri gjöld, t.d. gjöld á bensín sem renna ekki nem að litlum hluta til þeirra verkefna sem þau eiga að fara í. Nú er að koma í ljós að þessi ótti var ekki af ástæðulausu. Ríkið ætlar að hirða 10% af útvarpsgjaldinu í annað.

Nóg hefur verið skorið niður hjá RÚV og víst er að almennir starfsmenn þar eiga ekki sök á uppsöfnuðu tapi. Þar er valinn maður í hverju rúmi en því miður hafa þegar of margir horfið á braut, ýmist verið sagt upp eða farið sjálfviljugir. Þessari herför gegn reyndu fólki þarf að linna.

Við eigum að hafa ríkisútvarp eins og aðrar þjóðir í Evrópu. Það þarf traustan og fastan grunn í fjölmiðlun í landinu þó ekki væri nema til að veita öðrum aðhald.


mbl.is RÚV kynnir brátt niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leggja niður Rás Tvö og fella frambærilegasta efnið inn í Rás Eitt, tímaskekkja að bjóða upp á þessa samkeppnisþjónustu, peningum betur varið annarstaðar.  Bjóða öðrum útvarpsstöðvum upp á aðgengi að dreifikerfinu gegn sanngjörnu gjaldi.  Ef það er hjómgrunnur fyrir útvarpsstöð eins og Rás tvö, þá á hún að geta sýnt fram á stórann hlustendahóp sem réttlætt getur að auglýsa hjá þeim.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 11:42

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Aðrar útvarpsstöðvar virðast nú vera á hausnum líka, Björn. Höfum við bara nokkuð efni á nema gömlu gufunni og ríkissjónvarpinu. Allt umfram það er mont....!!!

Einkaaðilar verða svo bara að ráða því sjálfir hvað þeir vilja tapa á fjölmiðlum sjálfir og bráðlega verður bara gefið út Ríkisvikublaðið....!

Ómar Bjarki Smárason, 21.1.2010 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband