Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Til hamingju Breiðablik

Til hamingju Breiðablik. Liðið á þennan titil skilinn og framtíðin er ykkar. Hamingjuóskir af Skaganum en okkar tími kemur aftur.

 


mbl.is Breiðablik er Íslandsmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum saman Skagamenn!

Ég ætla rétt að vona að knattspyrnuforystan á Akranesi ráði þá Arnar og Bjarka áfram til starfa. Þeir eru gegnheilir Skagamenn og vita hvað þarf til að koma ÍA aftur í fremstu víglínu. Einhver spurning um próf og réttindi til knattpyrnuþjálfunar skipta þar engu máli. Menn verða ekki fagmenn af prófunum einum saman, þar skiptir reynsla og tilfinning mestu máli. Þeir vita að það þarf að byggja liðið upp á heimamönnum, ungum strákum, sem nú eru að gera góða hluti í öðrum og þriðja flokki. Það hefur alltaf reynst best. Munum hvað gerðist í þessi tvö skipti sem við féllum niður. Upp komu ný lið skipuð heimastrákum, sem gerðu góða hluti og urðu Íslandsmeistarar mörg ár í röð. Stöndum saman Skagamenn um Arnar, Bjarka og alla þá ungu stráka sem eiga eftir að spjara sig.
mbl.is Bjarki: „Okkar skylda að halda áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómgæslan er í meiriháttar rugli.

Það var ótrúlegt að sjá þetta atvik í leiknum í gær og ég minnist þess ekki að nokkur leikmaður hafi sloppið með gult spjald fyrir að slá annan leikmann. Ekki verður dómaranum sagt til málsbóta að hann hafi ekki séð þetta, þá hefði hann ekki gefið gula spjaldið. Rauða spjaldið var það eina rétta. Ég hef nú ekki fylgst með leikjum í úrvalsdeildinni í mörg ár en er nú búinn að sjá tvo leiki á stuttum tíma. Það verður að segjast eins og er að ég hreinlega átta mig ekki á dómgæslunni. Það er dæmt á furðulegustu hluti og öðrum augljósum sleppt. Ekkert samræmi í neinu. Í þessum leik í gær komst Þróttarmarkmaðurinn upp með það allan fyrri hálfleikinn að fara út fyrir teiginn þegar hann sparkaði út á móti vindinum. Þetta var undarlegt að sjá. Svo held ég hreinlega að Stebbi Þórðar verði fyrir einelti af hálfu dómaranna og þetta atvik í gær sýnir að þeir hafa gefið skotleyfi á hann. Það er eitthvað mikið að í dómaramálunum. Dómgæslan er i meiriháttar rugli.
mbl.is „Hann sló mig í andlitið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta atvik staðfestir orð Guðjóns

Eftir þetta atvik og brottrekstur Stebba Þórðar í leik ÍA gegn HK í dag er ég ekki lengur í nokkrum vafa um að allt sem Guðjón Þórðarson sagði um dómarana um daginn var hárrétt. Að vísu grunaði mig það alltaf en vildi ekki trúa því að dómarar gætu verið svo skyni skorpnir að vera með samantekin ráð gegn einum leikmanni og í raun heilu liði. - En svona virðist þetta vera í dag. - Hvað svo sem veldur. - Guðjón stendur eftir með pálmann í höndunum, ég var rétt að vona um tíma að þetta hefði bara verið augnabliks reiði hjá honum en nú er ég sannfærður. - Íslenska knattspyrnu setur niður við þetta.
mbl.is Bjarni Guðjónsson: Óviljaverk hjá Stefáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skagamenn koma upp hægt og sígandi

Sjálfsmark og ekki sjálfsmark. Mark var það og það eru mörkin sem gilda. Þetta kemur hægt og sígandi hjá mínum mönnum. Hef trú á liðinu þó mér hafi fundist hann óttalegur frummaður í markinu þessi Dani í leiknum á móti FH. - Gaui kann að ná því besta út úr strákunum.- Menn þurfa ekkert að fara á límingunum út af rólegheitum í byrjun móts, það hefur oft gerst áður. - Áfram Skagamenn!!!
mbl.is Sjálfsmark Auðuns tryggði ÍA 1:0-sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband