Haraldur Bjarnason

Haraldur Bjarnason er fæddur og uppalinn á Akranesi og bjó þar fyrstu 30 ár ævinnar. Hefðbundin störf við sjávarútveg með barna- og gagnfræðaskóla á Akranesi en síðan lá leiðin í prentsetningarnám í prentsmiðjunni Odda, sem þá var við Bræðraborgarstíginn í Reykjavík. Síðan upp á Skaga aftur og hóf fljótlega rekstur eigin prentsmiðju með núverandi yfirlögregluþjóni á Ísafirði. Jafnhliða hófst útgáfa Bæjarblaðsins á Akranesi með nokkrum valinkunnum mönnum, sá um ritstjórn þess blaðs til 1986 að leiðin lá austur til Neskaupstaðar að ritstýra vikublaðinu Austurlandi, hóf fljótlega hlutastarf við svæðisstöð Ríkisútvarpsins á Austurlandi og fluttist á Héraðið árið 1990, þá kominn í fullt starf hjá RÚV og var í því starfi sem fréttamaður til ársloka 2005, síðan í lausamennsku við blaðamennsku og á Akureyri í rúmt ár. Kominn til Akraness aftur og starfar þar við blaðamennsku.  Faðir tveggja uppkominna barna og afi fjögurra ára dóttursonar.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Haraldur Bjarnason

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband