Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Bjarni þekkir sitt fólk

Bjarni þekkir sitt fólk það er alveg greinilegt á þessum ummælum: Bjarni sagði augljóst, að menn myndu á endanum finna leiðir framhjá þessum nýju reglum alveg eins og menn fundu leiðir fram hjá reglunum, sem Seðlabankinn setti í desember. Hættan væri sú að menn fari stöðugt lengra og lengra í gjaldeyriseftirlit.

Sjálfstæðismenn sjá það eitt til að rétta af þjóðarskútuna að strögla og tefja. Kæmi mér ekki á óvart að með þessari framkomu sinni og látalátum að undanförnu sé Sjálfstæðisflokkurinn að krossfesta sjálfan sig við hlið Davíðs Messíasar.


mbl.is Sér ekki á svörtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn grátur núna

"Við kveinkum okkur ekki við að koma heim með gjaldeyri og skipta honum á því gengi sem hér gildir. Við viljum auðvitað stuðla að því að styrkja við gengi krónunnar ef það verður til þess að ná niður vöxtum og verðbólgu,“ segir Friðrik J. Arngrímsson við mbl.is. Gott til þess að vita að enginn grátur er hjá LÍÚ vegna þessara bráðnauðsynlegu aðgerða. Líklega hafa einhverjir félgsmanna þar nýtt sér lekann í gjaldeyrishöftunum. Friðrik veit hins vegar, sem skipstjórnarmaður, að leki er ekki góður ef halda á sjó.
mbl.is Mikilvægt að sömu reglur gildi fyrir alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna er hún ekki veidd?

Hvers vegna er þessi síld ekki veidd? Ætlar Hafró að geyma hana svo við getum veitt meira seinna eins og gert hefur verið með þorskinn í áratugi. Ef þessi síld er sýkt er ekkert, sem afsakar það að hún sé ekki veidd. Í það minnsta ættu veiðar að minnka líkur á útbreiðslu sýkingarinnar.
mbl.is Síldin veður í höfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skera niður á réttum stöðum

Það er alveg ljóst að hægt er að spara víða í ríkisrekstrinum og að því leyti get ég tekið undir með Bjarna Benediktssyni. Hins vegar treysti ég ekki honum og hans fólki til að spara á réttum stöðum. Ég er hræddur um að sá sparnaður bitni á þeim sem minna mega sín, þar óttast ég niðurskurð í heilbrigðismálum, málefnum aldraðra og jafnvel menntamálum. Ég treysti mun frekar Vinstri grænum og Samfylkingu til að beita skynsemi í sparnaðinum og að auka við skatta á réttum stöðum. Auðvitað er ekkert réttlæti í 10% fjármagnstekjuskatti. Öll einkahlutafélögin sem stofnuð hafa verið eru búin að hafa stórfé af sveitarfélögunum. Eigendur ehf taka út arð en borga sér ekki laun. Þeir komast þannig hjá því að borga til samfélagsins, sem þeir njóta þó fullra réttinda í. Hátekjuskatt á líka að setja á þótt hann gefi kannski ekki mikið í aðra hönd þessa dagana. Eftirlitsstofnanir hverskonar hafa þanist út á liðnum árum. Þar finnst mér Fiskistofa eitt gleggsta dæmið. Þegar sveitarfélög á landsbyggðinni sóttust eftir á fá þá stofnun til sín á sínum tíma voru svörin þau að það tæki því ekki að sækjast eftir Fiskistofu þetta yrði svo lítil stofnun. Raunin hefur orðið önnur og þannig er það víðar. 
mbl.is Verkefni nýrrar stjórnar að ákveða niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka svo á lánskjaravísitölunni

Þetta er löngu tímabært að gera. Bankarnir þurfa líka að taka meiri ábyrgð á lánveitingum sínum. Þeir hafa alltaf haft allt sitt á þurru, sama hvað gengur á í þjóðfélaginu, baktryggðir með bæði belti og axlabönd. Næst þarf að endurskoða forsendur fyrir lánskjaravísitölunni. Það er ekkert eðlilegt við það að þegar kaffi hækkar í Brasilíu eða olía hækkar á heimsmarkaði skuli húsnæðislán fólks hækka. Grunnur núverandi lánskjaravísitölu er líka byggður á tveggja ára gömlu neyslumynstri. - Það er svolítið 2007.
mbl.is Ábyrgðarmennirnir burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Gutta

Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt stjórnarflokkana fyrir að setja mál á dagskrá Alþingis sem ekki séu brýn. Þetta 60 ára afmæli Natóinngöngu er greinilega mikilvægt að mati Sjálfstæðismanna eða eins og kemur fram í fréttinni:  "Bætti Þorgerður Katrín því við að ef skýrslan hefði verið rædd í dag hefði einnig mátt ræða hvílíkt gæfuspor það hefði verið fyrir 60 árum að ganga í það friðarbandalag sem hún sagði að NATO væri."

Ég er ekkert hissa á að Guðbjartur Hannesson, forseti alþingis, hafi ekki vitað af þessu afmæli. Hann hefur um nóg annað að hugsa en einhver skotglöð hernaðarbandalög, sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins kallar friðarbandalag.


mbl.is Vissi ekki af 60 ára afmæli NATO inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðravíti

Þessi staður, sem valinn var fyrir gróðurhús Barra, virðist algjört veðravíti. Í þann áratug eða meira sem Barri var með gróðurhús á Egilsstöðum man ég ekki eftir foktjóni þar. Þarna hefur slíkt þó gerst tvisvar á stuttum tíma. Það getur verið ótrúlegur munur á vindstyrk í norðanátt í Fellum, Tungu og Jökulsárhlíð annars vegar og austan Lagarfljóts hins vegar. 
mbl.is Vindhraðinn í 46 metra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfiður vegur - Illa skrifuð frétt

Það getur oft verið erfitt að fara um Odsskarðsveg í vetrarveðrum, enda veðravíti þar. Fjórðungssjúkrahús Austfirðinga er á Norðfirði og ef svo á að vera áfram þarf nauðsynlega að flýta gerð nýrra Norðfjarðarganga, þar sem byggðaþróunin síðan sjúkrahúsið var byggt, hefur orðið sú að á sama tíma og fækkað hefur á Norðfirði hefur fjölgað mikið í nágrannabyggðum eins og á Reyðarfirði og Egilsstöðum. Æ fleiri sjúkraflutninga þarf því yfir fjallið. En þetta blessaðist í þetta sinn og þökk sé harðfylgi björgunarsveitarmanna.

Annað mál er svo hvernig þessi frétt er skrifuð. Þvílík hörmung. Tökum nokkur dæmi. Alltaf eru tvö s í kaupstaður. (Neskaupsstaður). Venjan er að segja í Neskaupstað en ekki á. Björgunarsveitin á Eskifirði heitir Brimrún, ekki Brumrún. Við Háhlíðar á eflaust að vera Háhlíðarhorn. "konan kallaði til  hjálpar", eflaust hefur hún þurft að hrópa hátt á þessa hjálp. "affelgaðist jeppinn" - Sleppi innsláttarvillum. Reynið að vanda ykkur mbl menn. 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótímabært vortal

Vetur konungur minnir enn á sig víða um land, enda eðlilegt á þessum árstíma. Mér hefur oft fundist undarlegt að heyra útvarpsfólk á spjallstöðvunum (Rás 2, Bylgjan o.s.frv.) vera að tala um vorið þó einhver sólarglæta sjáist í marsmánuði. Meira að segja var Umferðarstofa um daginn farin að minna á að nagladekkin ættu að fara undan bílunum fljótlega. Að vísu vorar heldur fyrr á Suður- og Suðvesturlandi en í öðrum landshlutum en það er alveg óhætt að bíða svolítið vel fram í apríl eftir vorinu. Oftar en ekki hefur verið snjóþungt Norðan- og Austanlands á sumardaginn fyrsta. Hann er jú alltaf í lok apríl.
mbl.is Stórhríð á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir hafa ekkert að gera upp á dekk

Þetta er rétt hjá Jóhönnu. Sjálfstæðismenn hafa gott af því að hvíla sig. Þeir hafa ekkert að gera upp á dekk. Þótt skipt hafi verið um kall í brúnni og enn einn Engeyjarfurstinn kominn í stað Geirs skiptir það engu um stefnu og gjörðir þessa flokks. Klappið og hláturinn við fáránleikaræðu Davíðs í gær, segir svo ekki verður um villst, að enn dansa limirnir eftir hans höfði. Enn fáránlegra var að sami hópur skyldi standa upp og klappa þegar Geir setti ofan í við Davíð á fundinum í dag. - Sammála Jóhönnu. Sjálfstæðisflokkurinn er best geymdur á hliðarlínunni eftir átján ára klúður.
mbl.is Jóhanna: Sjálfstæðismenn áfram á bekknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband