Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Hvar eru gjaldeyrishöftin og til hvers?

Þetta er ótrúlegt. Sementsverksmiðjan að stoppa og á sama tíma er flutt inn sement fyrir dýrmætan gjaldeyri. Tugir starfa glatast í öllu atvinnuleysinu sem er hér á landi. Hvar eru stjórnvöld? - Hvar er stýringin á gjaldeyrinum? - Gjaldeyrishöftin? - Það er eitthvað bogið við þetta. Ríkið kaupir innflutt sement fyrir dýrmætan gjaldeyri á meðan störf tapast í landinu. Nei Jóhanna og Steingrímur, þetta er ekki trúverðugt.- Hlustið á Villa Birgis. - Hann er trúverðugari en þið öll sem þykist vera að stjórna landinu. 
mbl.is Sementsverksmiðjan gengur út október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smámál

Uss og iss, smá spiss er smámál miðað við alla þá sem migið hafa yfir þjóðina undanfarin ár. Honum varð bara smámál. Er viss um að yfirlögregluþjóninn á Ísafirði kippir sér ekki upp við svona smá mál.
mbl.is Pissaði framan við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvorki hann né hestarnir þola þetta

Er ekki athugandi fyrir félaga Ólaf Ragnar að hætta að fara á hestbak? Hvorki hann né hestarnir virðast þola þetta brölt.
mbl.is Mun ganga til sinna starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðmæti sem farið hafa í sjóinn.

Það er stórkostlegt ef þetta er hægt. Vandinn er hins vegar sá hve margir grásleppubátarnir eru og hvernig hægt er að gera það hagkvæmt að landa henni. Svo þarf líklega að vanda kúttunina til að skemma ekki fiskinn en vonandi er þetta allt hægt svo unnt sé að nýta öll þessi verðmæti sem hingað til hafa farið í sjóinn.
mbl.is Grásleppan seld til Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt

Veruleikafirringin hjá þessum mönnum er algjör og það eitt að fara fram á þetta er svo gjörsamlega út úr korti að ekki nær neinu tali. Að kunna að skammast sín hefur löngum þótt góð dyggð hér á landi en að fara fram á annað eins eftir að hafa tekið þátt í að klúðra heilu þjóðfélagi og ætlast til þess að vinnandi almenningur borgi er ótrúlegt.
mbl.is Furðar sig á bónusgreiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Treysti Gutta

Treysti Gutta til að ganga frá þessum samningi strax. Meðan það gerist ekki er þjóðarbúið stopp. Óþarfa rugl og pólitískt skítkast er að jarða íslenska þjóð í alþjóðlegum og efnahagslegum samskiptum. Framsókn og íhald með sitt bakland í þessu klúðri hafa ekki efni á málþófi. Það er þjóðinni til enn meiri skaða.
mbl.is Unnið að breytingum fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki læst

Hvers vegna læsa bílstjórar ekki rútum? Maður læsir fólksbíl, hversu ómerkilegur sem hann er og án veðmæta.
mbl.is Stolið úr rútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það frétt?

Telst það til frétta að Lyngdalsheiði sé nánast ófær um hásumar? Þannig hefur þessi vegarspotti alltaf verið. Ég fór þarna fyrst, sem ökumaður,  árið 1972 og þá þurfti að fara yfir einhverja óbrúaða læki sem settir hafa verið undir veginn með ræsum núna, nánast ekkert annað hefur verið gert. Fer ekki þessari vegagerð um Gjábakkaleið að ljúka?
mbl.is Vegurinn yfir Lyngdalsheiði eins og þvottabretti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru olíufélögin utan þjóðfélagsins?

Geta ekki olíufélögin tekið á sig einhvern hluta vandræðanna eins og allir landsmenn þurfa að gera. Þau spila alltaf frjálst og virðast geta hækkað þjónustuna að vild þvert á það sem önnur fyrirtæki geta. Samtryggingin heldur líka áfram og verðhækkanirnar eru alltaf í takt. Þarna þarf að taka verulega til. Það er engu líkara en olíufélögin séu utan þessa þjóðfélags.
mbl.is Vonarglæta með haustinu haldist gengið stöðugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þráinn stendur einn við loforðin

Því miður er það að koma í ljós, eins og oft áður, að þeir sem "eyddu" atkvæði sínu á þennan hóp hafa ekki náð því sem þeir ætluðu. Þráinn Bertelsson er sá eini sem stendur við það sem sagt var af þessari hreyfingu fyrir kosningar. Þetta er nokkuð sem fólk ætti að læra af og hefur svo sem gerst oft áður.
mbl.is Enginn þingmaður mætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband