Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hvar er nýja Ísland?

Það var athyglisvert sem Sigmundur Davíð sagði í fréttum í kvöld að Framsóknarflokkurinn ætlaði að "leiðbeina" minnihlutastjórninni. Eigum við von á einhverjum leiðbeiningum sem er í líkingu við það sem Framsókn og Sjálfstæðismenn gáfu útrásarvíkingunum á sínum tíma. Sigmundur Davíð er að vísu laus við þessa fortíðardrauga Framsóknar því þar hefur hann hvergi komið nærri en allt hans samstarfsfólk er innvinklað í spillinguna. Hann þarf samþykkt þess fyrir öllu. Svo tilkynnir Bjarni Benediktsson framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Maður sem hefur verið í forystu spillingarinnar og stjórnarformaður Neins, eins mesta spillingarfyrirtækis landsins. Hvar er "Nýja Ísland?"
mbl.is Framsókn ver nýja stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil endurnýjun það

Ekki það að Hallur sé ekki góður drengur og félagslega sinnaður heldur finnst mér þetta skjóta svolítið skökku við nýja ímynd framsóknar. Þegar upp verður staðið bendir allt til að Sigmundur Davíð verði eini hreini sveinninn í hópnum. Þótt Hallur verði seint uppvís að framsóknarlegum misgjörðum síðustu áratuga hefur hann verið innsti koppur í búri þar þann tíma, tekið ákvarðanir, kosið í stjórnir og verið í trúnaðarstörfum. Sem sagt gamalgróinn Framsóknarmaður. Lítil endurnýjun það.
mbl.is Hallur Magnússon býður sig fram fyrir Framsóknarflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá fyrst yrði þjóðin vitlaus

Fyrst Framsóknarmenn eru með svona stífar kröfur væri eðlilegast að þeir gengju einfaldlega til liðs við Samfylkingu og Vinstri græna um stjórnarmyndun. Það hafa þeir ekki viljað en boðist til að verja minnihlutastjórn falli. Sá grunur læðist að manni að eitthvað annað sé farið að búa að baki. Það yrði þó aldrei að gamla íhalds- og framsóknarmynstrið sé að verða til aftur. Kæmi ekki á óvart að flokkseigendafélag Framsóknar sé farið að kippa í spotta ásamt Davíð og co. Margt þarf að verja á báðum bæjum en þá fyrst yrði þjóðin vitlaus.
mbl.is Ósætti um aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkaþotuvinir "umhverfissinnans"

Það væri nær fyrir hinn svokallaða "umhverfisverndarsinna" Watson að hvetja þessa vini sína, sem ferðast um á einkaþotum, til að hætta slíkum ferðamáta og ferðast með almennum farþegaþotum. Með því mætti minnka mengun mikið og það ætti að vera "umhverfissinnanum" að skapi. Það er öllum að meinaluausu að þeir hætti að taka eldsneyti hér á landi. Það er ekki umhverfisvernd og umhyggja fyrir hvölum sem hvetur Watson og félaga áfram. Þeim tekst að slá ryki í augu efnaðs fólks, sem dælir peningum í samtök þeirra. Enda segja rök hans gegn langreyðarveiðunum allt sem segja þar. Hann heldur því fram að langreyður sé í útrýmingarhættu. Hún er ekki útrýmingarhættu frekar en amerískir kjúklingar
mbl.is Hvetja til viðskiptaþvingana vegna hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hlakkar í Framsókn

Nú geta Framsóknarmenn heldur betur sett sig á háan hest. Þótt Sigmundur Davíð komi þarna inn einn og sem hreinn sveinn þá situr hann ekki í þingflokknum. Hann kemur þó fram og segir frá afstöðu þingflokksins. Rosalegu hlýtur að hlakka í Framsóknarmönnum núna að geta sett tveggja mánaða ríkisstjórninni skilyrði í öllu klúðrinu, sem þeir eru ásamt íhaldinu, búnir að steypa yfir þjóðina á liðnum áratugum. Með eina hreina framsóknarsveininn í formennsku koma þeir nú eins og frelsandi englar.
mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að þeir eru ekki einhleypir

Eins gott fyrir þá að þeir eru ekki einhleypir þessir "viðskiptajöfrar." Eitthvað hafa þeir verið farnir að skjálfa þarna rétt áður en Geir blessaði þjóðina og bankarnir hrundu.  
mbl.is Fleiri bankamenn skráðu eignir á ættingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það snýr jú allt á haus núna

Það hljóta að vera gleðitíðindi fyrir þjóðina að endurheimta svona einn af týndu sonunum sem hefur verið duglegur við að koma okkur á kortið á liðnum árum. Kort fjármálanna, hvernig sem það snýr. Kannski táknrænt að Hreiðar Már úr nágrenni Norðurskautsins skuli hafa verið á Suðurskautinu. Það snýr jú allt á haus núna vegna þess sem hann hefur verið að gera. Afsakanir hans og forvera hans virka sem hjóm eitt. Veruleikafyrring er það eina sem manni dettur í hug. Skítt með það þótt þessi "stóri viðskiptavinur" Kaupþings hafi fengið eitthvað minna en 280 milljarða til að flytja til Jómfrúreyja, það getur verið mikið samt. Í hugum flestra hefði milljarður verið nóg til að íhuga skoðun á málinu.
mbl.is Hreiðar Már nýkominn frá Suðurskautslandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju að fórna löggunni fyrir þetta lið?

Eru þetta ekki fulltrúar hernaðarbandalags sem eru inn á hótelinu við Suðurlandsbrautina? Maður hélt nú að svoleiðis lið væri fullfært um að verja sig sjálft fyrir nokkrum Íslendingum með potta og sleifar. Hvað erum við að fórna íslenskum lögreglumönnum í þetta og allra síst verðmætu gasi? Þetta eru fulltrúar hernaðarbandalags sem hefur farið um allan heim með látum, Írak, Afganistan og bara að nefna það. Svo er að koma ríkisstjórn núna sem hlýtur að geta tekið undir slagorðin: "Ísland úr Nató - Herinn burt."  - Spörum lögguna til að verja alvörufólk. Þessir eiga að geta séð um sig sjálfir eða verið heima hjá sér ella.
mbl.is Lögregla beitti piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítalykt af þessu öllu

Það er gott hjá Kristni Hrafnssyni, einum öflugasta fréttamanni landsins, að koma fram með þetta mál á sínum gamla vinnustað RÚV eftir að hafa verið sparkað frá Stöð tvö. Hann upplýsti þannig hluta af soranum sem tengist útrásinni. Kompás hefur verið besti fréttaskýringaþátturinn, sem boðið hefur verið upp á hérlendis, svo ekki er það vegna lélegrar frammistöðu sem þeim Jóhannesi og Kristni er sparkað af Stöðinni og þátturinn lagður niður. Eitthvað annað og gruggugra liggur að baki þeim uppsögnum og uppsögnum Sigmundar Ernis og Elínar Sveinsdóttur konu hans. Nú þýðir ekkert fyrir Ara Edwald forstjóra 365 og hans fólk að halda því fram lengur að á miðlum 365 séu sjálfstæðar ritstjórnar. Það er bara bull.  Ósvífni Kaupþingsmanna og viðbjóðslegum viðskiptaháttum virðast líka engin takmörk hafa verið sett.  Það er skítalykt af þessu öllu saman.
mbl.is Milljarðalán skömmu fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig reið er þessi langreið? - Glerhúsamenn hneykslast

Hvernig reið er er þessi langreið, er hún kannski eitthvað í ætt við gandreið? Ég hélt það væri langreyður sem ætti að veiða hér við land. Langreyður heitir hún, um langreyði, frá langreyði, til langreyðar.

Annars er það merkilegt fyrir þennan alþjóða dýraverndunarsjóð hve vel stjórnendur telja sig fallna til að hafa vit fyrir öðrum jafnt vísindamönnum sem stjórnvöldum. Þessar veiðar eru samkvæmt ráðum vísindamanna og ekki eru íslenskir vísindamenn þekktir fyrir að ofmeta stofna. Fimm ára veiðiáætlun er samkvæmt því sem gerist hjá Alþjóða hvalveiðiráðinu og til dæmis er notuð þegar hvalveiðikvóti einnar mestu hvalveiðiþjóðar heims, Bandaríkjamanna, er ákvarðaður. Það má vel færa rök fyrir því að engin dráp séu mannúðleg. Allra síst dráp á fólki, sem margar þjóðir stunda skipulega Hvalveiðar eru ekkert ómannúðlegri en margt annað sem mannskepnan gerir sér til fæðisöflunar. Þeim sem í glerhúsum búa ferst ekki að kasta steinum.


mbl.is IFAW: Undrun og vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband