Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvað með einstaklinga?

Þetta er svo sem góðra gjalda vert að ganga ekki hart að fyrirtækjunum. En hvað með lán almennings í ríkisbönkunum og hjá íbúðalánasjóði? Eru ekki fullir dráttarvexti á vanskilum þar? Svo má benda á að atvinnurekendur eru búnir að draga staðgreiðsluna af launum starfsmanna sinna.
mbl.is Greiðslu álags á staðgreiðslu skatta frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamir Skagamenn

Hef alltaf vitað það að við Skagamenn berum höfuð og herðar yfir aðra. Jafnvel Sjálfstæðismenn á Akranesi gera það. Nú skora þeir á einn af tengdasonum Akraness, Geir Haarde, að taka raunhæfa ákvörðun. Gott hjá ykkur, bakarinn og co.
mbl.is Stjórnendur Seðlabankans víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála Páli

Þetta er gott svar hjá Páli og ekki hægt annað en taka undir með honum. Þetta er einmitt það sem fjölmiðlar þurfa að gera núna að spyrja ráðamenn og útrásargæja þeirra spurninga sem almenningur er að spyrja. Þeir þurfa líka að ganga á eftir því að fá svör. Mér finnst aðdáunarvert hvað fjölmiðlamenn hafa getað gert núna og þá ekki síst hjá RÚV í ljósi þeirrar leyndar sem hvílt hefur yfir öllu hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Þessi sjónarmið Tryggva eru því miður enn ríkjandi hjá mörgum íslenskum stjórnmálamönnum og því fær þjóðin ekki alltaf að vita það sem hún á rétt á að vita.
mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sést á svipnum

Geir segist alltaf spjalla við Björgólf þegar hann er á landinu og læri mikið af því. Nú þarf að sýna almenningi hvernig hægt er að lesa út úr svipbrigðum þessara manna. Lúmsk svipbrigði, sem benda til lyga, hafa sést á Geir síðustu daga. Í dag sáust þessi svipbrigði á Sigurjóni Landsbankaforstjóra þegar hann ræddi við Þóru Kristínu fréttamann mbl og spurning er hvort þau sjást ekki líka á þessari mynd og eru ekki Kaupingsforstjórarnir þar?

Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson koma af...


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Banki í heimsókn

Hann heitir Ban-Ki, sleppum bandstrikinu og úr þvi verður Banki. Þess vegna hefur Geir Harði boðið honum heim. Kannski leið til að bjarga málunum. Ekki hafa hann og Solla neitt upp í erminni til þess.
mbl.is Geir bauð Ban Ki-moon til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur áhrif um allt land

Tek undir með bæjarráði Kópavogs. Þetta er auðvitað ekki einkamál Orkuveitunnar, sem án efa hefur næga peninga til að mæta sínum ofurfjárfestingum. Það er nefnilega þannig að það eru ekki bara þeir sem kaupa heitt vatn af Orkuveitunni sem súpa seyðið af hækkuninni. Hún hefur áhrif á vísitöluna, þar með verðbólguna og afborgarnir fólks um land allt af lánum sínum. Vísitölufjölskyldan sem allt er reiknað út frá býr nefnilega í Reykjavík. Svo er það auðvitað til skammar að fyrirtæki í opinberri eigu skuli vera fordæmisgefandi í hækkunum.
mbl.is Bæjarráð Kópavogs mótmælir gjaldskrárhækkun OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásmundur heggur á hnútinn

Það er vonandi að þessi tillaga ríkissáttasemjara gefi ljósmæðrum eitthvað í aðra hönd. Líklegt er þó að hún gangi ekki út að uppfylla allar kröfur þeirra en jafn líklegt að hún sé skárri kostur en það sem ríkisvaldið hefur boðið hingað til. Ásmundur er þarna að höggva á þann hnút sem duglaus fjármálaráðherra og ríkisstjórn hafa ekki getað leyst.
mbl.is Verkfalli aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband