Skera niður á réttum stöðum

Það er alveg ljóst að hægt er að spara víða í ríkisrekstrinum og að því leyti get ég tekið undir með Bjarna Benediktssyni. Hins vegar treysti ég ekki honum og hans fólki til að spara á réttum stöðum. Ég er hræddur um að sá sparnaður bitni á þeim sem minna mega sín, þar óttast ég niðurskurð í heilbrigðismálum, málefnum aldraðra og jafnvel menntamálum. Ég treysti mun frekar Vinstri grænum og Samfylkingu til að beita skynsemi í sparnaðinum og að auka við skatta á réttum stöðum. Auðvitað er ekkert réttlæti í 10% fjármagnstekjuskatti. Öll einkahlutafélögin sem stofnuð hafa verið eru búin að hafa stórfé af sveitarfélögunum. Eigendur ehf taka út arð en borga sér ekki laun. Þeir komast þannig hjá því að borga til samfélagsins, sem þeir njóta þó fullra réttinda í. Hátekjuskatt á líka að setja á þótt hann gefi kannski ekki mikið í aðra hönd þessa dagana. Eftirlitsstofnanir hverskonar hafa þanist út á liðnum árum. Þar finnst mér Fiskistofa eitt gleggsta dæmið. Þegar sveitarfélög á landsbyggðinni sóttust eftir á fá þá stofnun til sín á sínum tíma voru svörin þau að það tæki því ekki að sækjast eftir Fiskistofu þetta yrði svo lítil stofnun. Raunin hefur orðið önnur og þannig er það víðar. 
mbl.is Verkefni nýrrar stjórnar að ákveða niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég er alveg arfahress með þessa færslu og gæti ekki verið meira sammála þér.

Jón Halldór Guðmundsson, 31.3.2009 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband