Erfiður vegur - Illa skrifuð frétt

Það getur oft verið erfitt að fara um Odsskarðsveg í vetrarveðrum, enda veðravíti þar. Fjórðungssjúkrahús Austfirðinga er á Norðfirði og ef svo á að vera áfram þarf nauðsynlega að flýta gerð nýrra Norðfjarðarganga, þar sem byggðaþróunin síðan sjúkrahúsið var byggt, hefur orðið sú að á sama tíma og fækkað hefur á Norðfirði hefur fjölgað mikið í nágrannabyggðum eins og á Reyðarfirði og Egilsstöðum. Æ fleiri sjúkraflutninga þarf því yfir fjallið. En þetta blessaðist í þetta sinn og þökk sé harðfylgi björgunarsveitarmanna.

Annað mál er svo hvernig þessi frétt er skrifuð. Þvílík hörmung. Tökum nokkur dæmi. Alltaf eru tvö s í kaupstaður. (Neskaupsstaður). Venjan er að segja í Neskaupstað en ekki á. Björgunarsveitin á Eskifirði heitir Brimrún, ekki Brumrún. Við Háhlíðar á eflaust að vera Háhlíðarhorn. "konan kallaði til  hjálpar", eflaust hefur hún þurft að hrópa hátt á þessa hjálp. "affelgaðist jeppinn" - Sleppi innsláttarvillum. Reynið að vanda ykkur mbl menn. 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Odsskarðsveg? Farðu nú aðeins betur yfir það sem þú skrifar áður en þú ferð að gagnrýna aðra....

Elsa (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:42

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Í daglegu tali er hann kallaður Oddsskarðsvegur, það þekki ég af áruga búsetu á þessum slóðum, en í bókum Vegagerðarinnar kallast þetta Norðfjarðarvegur alveg frá vegamótum við söluskála á Egilsstöðum niður í byggð á Norðfirði. Elsa, þetta er ekki vitlaust en fréttin var full af villum enda er búið að fjarlægja hana núna og setja aðra inn.

Haraldur Bjarnason, 30.3.2009 kl. 15:22

3 identicon

Þú skrifaðir Oddskarðsvegur með bara einu d-i; Odskarðsvegur. Það var það sem ég var að benda á.

Elsa (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 16:08

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ókey. Ég var heldur ekki að elta ólar við það þótt einhverjar innsláttarvillur væru í fréttinni. Það er hins vegar búið að kippa henni út og setja aðra í staðinn. Aðalatriðið er hitt sem kom á undan í færslu minni um mikilvægi þess að fá ný Norðfjarðargöng ef aðal sjúkrahús Norðfirðinga á að vera áfram á Norðfirði.

Haraldur Bjarnason, 30.3.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband