Ótímabært vortal

Vetur konungur minnir enn á sig víða um land, enda eðlilegt á þessum árstíma. Mér hefur oft fundist undarlegt að heyra útvarpsfólk á spjallstöðvunum (Rás 2, Bylgjan o.s.frv.) vera að tala um vorið þó einhver sólarglæta sjáist í marsmánuði. Meira að segja var Umferðarstofa um daginn farin að minna á að nagladekkin ættu að fara undan bílunum fljótlega. Að vísu vorar heldur fyrr á Suður- og Suðvesturlandi en í öðrum landshlutum en það er alveg óhætt að bíða svolítið vel fram í apríl eftir vorinu. Oftar en ekki hefur verið snjóþungt Norðan- og Austanlands á sumardaginn fyrsta. Hann er jú alltaf í lok apríl.
mbl.is Stórhríð á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband