Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Þá kom það

Þá kom það. Rúmum klukkutíma eftir að RÚV sagði frá þessari ræðu Geirs birtir mbl.is frétt um hana. Hins vegar hefur enn ekkert verið sagt frá orðum Davíðs um krossfestinguna á mbl.is. Hvað eru menn að fela?
mbl.is Geir: Ómaklegt hjá Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert minnst á krossfestinguna og varnarræðu Geirs

Samfylkingin valdi sveitarstjórnarmann til varaformennsku í gær. Nú er spuringin hvort Sjálfstæðismenn fylgja í kjölfarið og kjósa reyndan sveitarstjórnarmann til formennsku eða hvort tryggðin við ættarveldið ræður. Annars er fréttaflutningur mbl.is af landsfundinum svolítið sérstakur. Í gær minntist Mbl.is ekkert á messíasarcomplexa Davíðs og krossfestinguna, einn fjölmiðla og nú hefur mbl.is ekkert minnst á varnarræðu Geirs Haarde fyrir Vilhjálm og endurreisnarnefndina, sem RÚV var með í hádeginu. http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item257913/
mbl.is Nýr formaður kosinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misvitrir spjátrungar sólunda lífeyrinum

Nú virðist liggja nokkuð ljóst fyrir að sumir lífeyrissjóðir voru að fjárfesta í mikilli áhættu. Jafnvel að einhverjir hafi farið út fyrir það sem leyfilegt er í þeim efnum. Eins skýrir Mogginn frá "mútuferðum" stjórnenda lífeyrissjóðina, þar sem lúxus á borð við laxveiðar, golf og hvers kyns góðan viðurgjörning var aðalatriðið í ferðum sem áttu að vera vegna viðskipta. Án efa er misjafn sauður í mörgu fé hjá lífeyrissjóðum eins og annarsstaðar. Ég er viss um að það fer saman að þeir sem ekki fóru í slíkar ferðir eru að skila betri ávöxtun en aðrir.

Ég er af þeirri kynslóð, sem alla starfsævi hefur borgað í lífeyrissjóð. Þegar ég var 16 ára varð það að skyldu að borga í lifeyrissjóð. Ég hef alla tíð verið hlynntur þessum sjóðum, sérstaklega vegna þess að þeir hafa átt að vera öflug trygging. Nú er rétt um áratugur þar til mín kynslóð fer á lífeyri eftir að hafa borgað í sjóðina í um fjóra áratugi, lengst allra núlifandi. Ömurlegt er til þess að vita að einhverjir misvitrir spjátrungar hafi verið að sólunda því fé sem þeim hefur verið treyst fyrir. Annað er, sem ég hef aldrei skilið; af hverju eru atvinnurekendur með puttana í stjórnum lífeyrissjóða? Það hefur orðið til þess að fjárfestingar hafa oft á tíðum verið í þeirra þágu en ekki sjóðanna. Þetta eru peningar launafólks og það á að stjórna sjóðunum.


mbl.is Staða lífeyrissjóða afhjúpuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prílað upp í 1000 metra

Átta mig ekki alveg á hvernig fólki dettur í hug að príla upp í um þúsund metra hæð yfir sjávarmáli þegar slydda og hvassviðri er á láglendi. Vona samt að konan hafi ekki slasast alvarlega og allir, bæði göngufólk og björgunarfólk, komist klakklaust niður.
mbl.is Búa fólk fyrir niðurferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er ekki í lagi

Hann er nú ekki í lagi greyið og landsfundarfulltrúar hlæja og klappa að vitleysunni í honum. Dæmigert fyrir múgsefjunina, sem alltaf er á þessum fundum. Ég hef ákveðna samúð með honum greyinu. Allir hafa verið vondir við hann að undanförnu. Hann sem varaði við öllu. Hann sem hefur ekki komið nálægt einkavinavæðingunni, sem búin er að setja þjóðina á hausinn. Hann sem stýrt hefur vaxtastefnu síðustu ára. Hann er ekki með alzheimer, ekki einu sinni alzheimer light en hafi hann skömm fyrir að grínast með þann alvarlega sjúkdóm. Líklega hafa landsfundarfulltrúar hlegið þá. Ég ætla ekki að sjúkdómsgreina Davíð. Það þarf færa sérfræðinga til þess.

Var ekki búinn að sjá frétt Vísis þegar ég skrifaði þetta áðan en þar líkir Davíð starfslokum sínum við krossfestingu Krists. Nú fyrst er ég sannfærður um að maðurinn þarf á sérfræðingsaðstoð að halda. http://www.visir.is/article/20090328/FRETTIR01/780038039


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fokið í flest skjól

Þá er nú fokið í flest skjól hjá Sjálfstæðismönnum þegar hátekjufólk er hætt að styðja flokkinn. Skiljanlegt er að millitekjufólk og lágtekjufólk geri það en hitt er nýmæli, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf haldið verndarhendi yfir þeim, sem meira mega sín og verndað á allan hátt, samanber andstöðu flokksins við hátekjuskatt. 
mbl.is Tekjuháir færa sig um set
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sáu þá að sér

Þeir hafa þá séð að sér enda var fáránleikinn hjá Hafró algjör þegar veiðarnar voru bannaðar. Það er eins og fyrri daginn. Það er full ástæða til að hafa efasemdir um allar ákvarðanir sem teknar eru á þeim bæ. Nú þegar er dauð síld farin að grotna á botni hafnarinnar í Eyjum og samkvæmt fréttinni er erfitt að ná síldinni þar sem hún er nú. Frumhlaup Hafró um daginn hefur því þegar valdið tjóni á lífríkinu.
mbl.is Síldveiðar leyfðar á ný í Friðarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engan þarf að undra

Engan þarf að undra að fylgi Sjálfstæðisflokksins falli og ekki er ólíklegt að það falli enn frekar eftir að formaðurinn bað flokksmenn sína afsökunar á einkavinavæðingarklúðrinu. Fyrir það hlaut hann dynjandi lófaklapp flokksfélaga, eins og jafnan tíðkast á landsfundum Sjálfstæðisflokks þegar leiðtoginn talar. Hefði ekki verið nær fyrir formanninn að biðja þjóðina alla afsökunar og nota til þess annan vettvang.
mbl.is VG upp fyrir Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villi Bigga lemur á grátkórnum

Villi Bigga stendur sig vel í að lemja á þessum grátkór, sem nafni hans Egilsson og Samtök atvinnulífsins er. Þessir kónar eru að væla út af launafólki með um 150 þúsunda króna grunnlaun á mánuði. Fyrirtæki, sem ekki hefur efni á að borga starfsmönnum sínum slík smánarlaun, getur varla verið vænlegt til að starfa. Það eru jú starfsmennirnir sem halda fyrirtækjunum gangandi með vinnuframlagi sínu.
mbl.is Þúsund verkamenn hafa fengið launahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðmenn samir við sig

Norðmenn eru alltaf samir við sig þegar semja þarf um fiskveiðar. Strögl þeirra í síldarsamningum vegna vorgotssíldarinnar er alþekkt og þeir vildu aldrei viðurkenna að gengi inn í íslenska lögsögu. Sama er nú uppi á teningnum með makrílinn. Norðmenn þurfa, eins og reyndar Hafró líka, að gera sér grein fyrir því að fiskar hafa sporð. Fiskurinn fylgir kjörhita sínum í sjónum og leitar þangað sem ætið er. Breytt hitastig sjávar er nú þegar farið að gera það að verkum að ýmsar fisktegundir færast nær landinu. Skötuselur er til dæmis farinn að veiðast upp undir fjörum sem var óþekkt áður. Loðnan heldur ekki uppi hefðbundnu göngumynstri, þótt hrygningarstöðvarnar virðist hinar sömu. Svona mætti lengi telja. Mér líst vel á hve Steingrímur er harður við Norðmenn og þeir eru engir englar, eins og þeir halda fram. Kannski ætti hann að fá Seðlabankastjórann til liðs við sig.
mbl.is Viljum aðgang að samningaborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband