Bjarni þekkir sitt fólk

Bjarni þekkir sitt fólk það er alveg greinilegt á þessum ummælum: Bjarni sagði augljóst, að menn myndu á endanum finna leiðir framhjá þessum nýju reglum alveg eins og menn fundu leiðir fram hjá reglunum, sem Seðlabankinn setti í desember. Hættan væri sú að menn fari stöðugt lengra og lengra í gjaldeyriseftirlit.

Sjálfstæðismenn sjá það eitt til að rétta af þjóðarskútuna að strögla og tefja. Kæmi mér ekki á óvart að með þessari framkomu sinni og látalátum að undanförnu sé Sjálfstæðisflokkurinn að krossfesta sjálfan sig við hlið Davíðs Messíasar.


mbl.is Sér ekki á svörtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski eru lögin bara þannig að þau nái engan vegin tilgangi sínum vegna ágalla og Bjarni ætli nú að leyfa höfundinum að sitja einum í súpunni ?  Ég myndi nú lesa lögin nokkrum sinnum yfir ef þetta er afstaða stjórnarandstöðunnar.  Þesskonar póker hefur ekki verið bannaður á Íslandi.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:05

2 identicon

Þið hentuð Davíð úr SÍ.  Hann gat skikkað sjávarútvegsfyrirtækin til að skila inn gjaldeyri.

Nú sitjið þið uppi með gagnslausan Norðmann í jobbinu sem þessir greifar hræðast ekki og fara þ.a.l. fram hjá reglunum.

Til hamingju með nýju stjórnina.

Johnson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:10

3 identicon

Það er rétt hjá þér að Bjarni er með reynslu úr atvinnulífinu ólíkt flestum pólitíkusum landsins.

Hálf undarlegt hvernig þú gerir lítið úr þessari reynslu með því að segja að þeir sem fari á svig við lögin séu „Bjarna fólk“. Lyktar svolítið eins og lýðskrum en ekki upplýst rökræða.

Grímur (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:58

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Má þá skilja þig svo Grímur að maður með reynslu í atvinnulífinu geri ráð fyrir að menn fari á svig við lögin. Það er erfitt að skilja orð hans öðru vísi. Hann gerir ráð fyrir að hvað sem gert er í lagasetningu finni menn alltaf leiðir framhjá lögum.

Haraldur Bjarnason, 1.4.2009 kl. 00:09

5 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er trúflokkur en ekki stjórnmálaflokkur, hann gat ekki stutt frumvarpið af því hann vildi ekki móðga frjálhyggustuðningsmenn flokksins. Þannig mun hann alltaf stjórna.

Valsól (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 05:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband