Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Fórnfýsi hjá OR

Þarna eru menn að fórna sér og forstjóralaunin lækka um fjórðung. Ekki kemur fram í fréttinni á mbl.is hvað það er mikið í krónum talið en í fréttum Stöðvar2 kom fram að laun hans lækka um hálfa milljón á mánuði, Þannig að forstjórinn hefur verið með 2 millur á mánuði. Lækkunin nemur tvennum almennum mánaðarlaunum eða jafnvel þrennum hjá sumum. Engin lækkun verður hjá þeim sem eru með undir 300 þúsundum á mánuði en mörgum þykir 300 þúsund ágætis laun. Hve margir hinir eru sem eru á bilinu 300-1.500 þúsund kemur ekki fram en þeir eiga að lækka um 15%. Þarna er hópur hálaunamann hjá fyrirtæki í almannaeigu. Ekki kemur heldur neitt fram um bifreiðahlunnindi og annað sem hefur verið vel veitt af hjá OR.
mbl.is Laun lækkuð hjá Orkuveitunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betur væri að einhver hefði sagt þeim þetta fyrr

„Ef menn eyða meira en þeir afla, ár eftir ár, þá endar það illa." sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands og fastanefndar Evrópusambandsins í morgun.

Merkilegt nokk að sjálfur fjármálaráðherrann skuli þurfa að segja þetta í morgunkaffi hjá Viðskiptaráði Íslands. Allur almenningur þessa lands hefur alltaf vitað þetta þótt það hafi náð upp í fílabeinsturn Viðskiptaráðs til þessa.

Gott hjá Steingrími að vekja athygli flibbagæjanna á þessu. Betur væri að einhver hefði sagt þeim þetta fyrr.


mbl.is Of mikil eyðsla endar illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættir í kartöflunum?

Þetta kallar maður aðlögun að breyttum aðstæðum. Kartöflurnar kosta orðið svo lítið í lágvöruverðsverslunum að verðið getur engan veginn staðið undir framleiðslukostnaði. Því þarf engan að undra að búhættir breytist í samræmi við það.
mbl.is Ein sú stærsta á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona er kerfið

Síldin verður þá líklega rannsökuð þar til hún er öll dauð og skaðinn skeður með tilheyrandi grútarmengun og áhrifum á lífríkið. Svona er kerfið.
mbl.is Síldin í Vestmannaeyjahöfn verði rannsökuð betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum er hann að þjóna?

Maður gæti haldið að Gylfi sé orðinn aðstoðarmaður Vilhjálms Egilssonar og svo segir hann nánast það sama um stöðu fyrirtækja og Arnar Sigurmundsson, sagði í fréttum í gær. Auðvitað þurfa fyrirtækin að ganga en það er svívirðileg framkoma að borga arð og skerða á sama tíma laun starfsmanna. Auk þess eru þessi stærstu sjávarútvegsfyrirtæki ríkisstyrkt. Hverjum er Gylfi að þjóna?
mbl.is Gylfi: Rétt að semja um frestun launahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villi ýtti við sjálftökuliðinu

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, er heldur betur búinn að ýta við sjálftökuliðinu með því að vekja fyrstur athygli á því ósamræmi hjá HB-Granda, sem fólst í því að frysta launasamninga starfsfólks á sama tíma og eigendur fá greiddan arð. Hvert fyrirtækið af öðru fylgir nú í kjölfarið. Nú síðast annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, Brim. Þessi fyriræki hafa á sama tíma verið að njóta ríkisstyrkja og hafa raunar alltaf gert í formi kvóta. Lítil fyrirtæki, ekki ríkisstyrkt, hafa líka ákveðið að standa við kjarasamninga og eitt þeirra, hrognavinnslufyrirtækið Vignir G. Jónsson á Akranesi, tilkynnti starfsmönnum sínum, 30 að tölu, slíkt í síðustu viku.
mbl.is Brim stendur við kjarasamninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eskimóar

Merkilegt hvað þessi kvikindi sækja í Einar á Eskifirði. Þetta kallast "eskimóar."
mbl.is Kakkalakki á fjórhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærstu fjárhundana á sýningu

Stórir hundar. - Hvernig væri að setja upp sýningu á stærstu fjárhundum Íslandssögunnar. Þeim sem settu þjóðina á hausinn. - Kannski móðgun við blessaðar skepnurnar.
mbl.is Stórir hundar sýndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk, flokkur. Þvííkt rugl

Er ekki fólkið sem skipar flokkinn sjálfur flokkurinn. Fólkið aðhyllist stenfuna og skipar sér þess vegna í þennan flokk og býr þannig til þetta sem kallað er grunngildi. Þvílíkt rugl að halda því fram að flokkur og fólk sem hann styður sé sitthvað.
mbl.is Fólkið brást, ekki stefnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smámunir

Smámunir miðað við þjóðarbúið, sem þeir hafa stjórnað og fjölskyldurnar í landinu hafa tapað. Eins gott fyrir þá að þetta voru ekki atkvæði. 
mbl.is Samanlagt tap stjórnmálaflokkanna 281 milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband