Villi ýtti við sjálftökuliðinu

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, er heldur betur búinn að ýta við sjálftökuliðinu með því að vekja fyrstur athygli á því ósamræmi hjá HB-Granda, sem fólst í því að frysta launasamninga starfsfólks á sama tíma og eigendur fá greiddan arð. Hvert fyrirtækið af öðru fylgir nú í kjölfarið. Nú síðast annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, Brim. Þessi fyriræki hafa á sama tíma verið að njóta ríkisstyrkja og hafa raunar alltaf gert í formi kvóta. Lítil fyrirtæki, ekki ríkisstyrkt, hafa líka ákveðið að standa við kjarasamninga og eitt þeirra, hrognavinnslufyrirtækið Vignir G. Jónsson á Akranesi, tilkynnti starfsmönnum sínum, 30 að tölu, slíkt í síðustu viku.
mbl.is Brim stendur við kjarasamninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

svoldið sérstakt að það teljist til frétta að fyrirtækin ætli að standa við kjarasamninga...

zappa (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 22:59

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vilhjálmur er að standa sig feikna vel

Sigrún Jónsdóttir, 24.3.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband