Fórnfýsi hjá OR

Þarna eru menn að fórna sér og forstjóralaunin lækka um fjórðung. Ekki kemur fram í fréttinni á mbl.is hvað það er mikið í krónum talið en í fréttum Stöðvar2 kom fram að laun hans lækka um hálfa milljón á mánuði, Þannig að forstjórinn hefur verið með 2 millur á mánuði. Lækkunin nemur tvennum almennum mánaðarlaunum eða jafnvel þrennum hjá sumum. Engin lækkun verður hjá þeim sem eru með undir 300 þúsundum á mánuði en mörgum þykir 300 þúsund ágætis laun. Hve margir hinir eru sem eru á bilinu 300-1.500 þúsund kemur ekki fram en þeir eiga að lækka um 15%. Þarna er hópur hálaunamann hjá fyrirtæki í almannaeigu. Ekki kemur heldur neitt fram um bifreiðahlunnindi og annað sem hefur verið vel veitt af hjá OR.
mbl.is Laun lækkuð hjá Orkuveitunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband