Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Hringið í Hjalla

Þessir snillingar hjá Hafró eru alltaf samir við sig. Það á einfaldlega að veiða þessa síld. Sama átti að gera í Breiðafirði. Til hvers að láta hana drepast í höfninni? Hún fer ekki þótt Keikó hafi farið. Hve mikil áhrif ætli það hafi að láta þúsundir tonna af síld drepast í kyrrlátri Vestmannaeyjahöfn? Kannski getur Hafró upplýst það. Slíkt hefur gerst inn á fjörðum eystra, eins og á Mjóafirði eftir miðjan níunda áratuginn þegar síldarbátar fengu of stór köst og slepptu niður síld. Það hafði umtalsverð áhrif á lífríkið. Hringið nú í Hjalla Mjófirðing, þið snillingar hjá Hafró.
mbl.is Síldveiðar í Eyjum stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostnaðarsamar framkvæmdir?

Það er gott að forsvarsmenn HB-Granda sáu að sér. Siðleysið sem fólst í því að greiða arð á sama tíma og launahækkanir voru afboðaðar var algjört. Orð Jóhönnu Sigurðardóttur um þetta mál voru hárrétt sem og þeirra verkalýðsfélaga sem andmæltu. Að bera við kostnaðarsömum framkvæmdum er furðulegt. Eiga launamenn fyrirtækisins, sem skapa arðinn, að bera þær? Ef ákvarðanir stjórnenda um þessar framkvæmdir eru réttar hljóta þær að skila arði til framtíðar.
mbl.is HB Grandi hækkar laun starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er athafnamaður?

Heyrði í fréttum Stöðvar2 í kvöld að "athafnamaðurinn" Þorseinn Kragh hefði verið dæmdur í níu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Ný spyr ég: Hvað er athafnamaður? Samkvæmt þessu er það sá sem duglegur er að komast fram hjá lögum á kostnað annarra. Í þessu tilfelli fíkniefnaneytenda. Í mínum skilningi eru athafamenn þeir sem stuðla að atvinnu, berjast fyrir uppbyggingu fyrirtækja, til hagsbóta fyrir sig og þá sem vinna með þeim. Stöddarnir þurfa að taka sig á með orðaval. Tek fram að hvorki RÚV né mbl.is nefndu athafnamann.
mbl.is Þorsteinn fékk níu ára dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er siðleg ávöxtun?

Vilhjálmur gagnrýnir Jóhönnu fyrir ummælin og spyr hvað sé siðleg ávöxtun hluthafa. Ætli svarið sé ekki einfalt. Siðileg ávöxtun er að skera niður arðinn á sama hátt og launþegar fyrirtækisins, sem skapa því arðinn, þurfa að taka á sig. Annað er siðleysi. Tek undir með Jóhönnu og þeim verkalýðsfélögum sem lýst hafa yfir siðleysi stjórnar Granda.
mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra að vera grandvar en grandalaus

Það er greinilegt að Gylfi lætur nú undan þrýstingi og krefur Grandamenn um laun handa starfsfólki í stað arðgreiðslna. Bætur væri að hann hefði hlustað á Villa Birgis og þá verkalýðsforingja sem vöruðu við. Það er betra að vera grandvar en grandalaus. Af ásettu ráði nefni ég ekki HB í tengslum við þetta fyrirtæki.
mbl.is „Hreinlega siðlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stimpilklukku í þingið

Er ekki bara ráðið að setja stimpilkllukku í þingið? Annars kann Gutti fjölmörg ráð til að aga til fólk enda skólastjóri til margra ára. Þó er ekki víst að sömu aðferðum sé hægt að beita við þingheim og börn og unglinga. Krakkarnir eru þroskaðri.
mbl.is Þingmenn mæta illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið og starfsmenn gefa eftir

Hárrétt hjá sleggjunni. Það er líka ótrúlegt og siðlaust að þeir sem allt fá frítt geti ekki unað starfsmönnum sínum launahækkun.
mbl.is Ástæðulaust að gefa eftir veiðigjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stálu þeir þar líka?

Íslenski lífeyrissjóðurinn, sem mér var ráðlagt af Landbankanum að setja viðbótarlífeyrissparnaðinn í. Stálu þessir andskotar úr honum líka?
mbl.is Fimm lífeyrissjóðir í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammist ykkar

Það er ótrúlega ósvífið af HB-Granda að greiða út arð á sama tíma og launafólkið fær ekki umsamdar kjarabætur. Þetta fyrirtæki er síður en svo góð fyrirmynd. Það hefur komið illa fram við starfsfólk sitt á Akranesi, sagði þar upp fjölda fólks sem unnið hafði í áratugi. Það hefur kvóta okkar Skagamanna í hendi sér og það er slæmt að HB skuli enn vera í nafni þess. Skammist ykkar græðgisseggir, sem eigið ykkar hlut í því hvernig komið er fyrir þjóðinni. Ég tek ofan fyrir Vilhjálmi Birgissyni formanni Verkalýðsfélags Akraness að vekja fyrstur athygli á þessum ósóma. 
mbl.is Vill rifta samkomulagi um frestun samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skárra en úrkynjuð

Líklega er nú skárra að hafa hagstjórnina kynjaða frekar en úrkynjaða eins og gjarnan hefur verið.
mbl.is Boðar kynjaða hagstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband