Athyglisvert hjá útvarpi allra landsmanna

Það er athyglisvert að af 8 beinum uppsögnum hjá útvarpi allra landsmanna er helmingurinn hjá svæðisstöðvunum á Ísafirði, Egilsstöðum og Akureyri. Nú skyldi maður ætla að ein helsta ástæðan fyrir Ríkisútvarpi væri að vera í tengslum um land allt. Svæðisstöðvarnar hafa, allt frá stofnun, gegnt miklu hlutverki og jafnvel miklu meira hlutverki en fólk og jafnvel stjórnendur í nýja ohf-inu hafa gert sér grein fyrir. Þar starfar fólk sem þekkir til viðkomandi svæða. Þar starfar fólk sem er í tengslum við íbúana á svæðinu og þar starfar fólk sem leggur mjög mikið til dagskrár RÚV, bæði með fréttum og öðru efni. - Það að stjórnendur RÚV ohf sjái þá einu leið til sparnaðar að segja upp fólki er í raun ótrúlegt. - Útvarp er ekkert annað en fólkið sem starfar þar. Í öllu þessu batteríi í Efstaleitinu er örugglega hægt að finna jafn mikinn sparnað með öðrum leiðum en uppsögnum. - Útvarp allra landsmanna stendur ekki eins vel undir nafni eftir þessar aðgerðir. 
mbl.is Mótmæla samdrætti í starfsemi Ríkisútvarpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það væri til dæmis hugmynd að auglýsa eftir útvarpsstjóra sem er tilbúinn að sætta sig svona sirka helming þeirra launa sem núverandi útvarpsstjóri fær. Nú ef hæfur einstaklingur gefur sig fram þá er eftirleikurinn auðveldur. Er ekki allt í lagi að reyna?

Víðir Benediktsson, 1.7.2008 kl. 19:45

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...eða leggja jeppanum sem hann er á og láta hann koma sér á eigin kostnað í vinnuna eins og aðrir starfsmenn RÚV þurfa að gera.....þessi bíll kostar örugglega laun þriggja til fjögurra landsbyggðarfréttamanna.

Haraldur Bjarnason, 1.7.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband