Fréttamenn vita hvað þessar uppsagnir hafa að segja

Í Félagi fréttamanna er fólk sem áttar sig á því hvað uppsagnir fréttamanna, ekki síst á landsbyggðinni, hafa að segja fyrir RÚV ohf. Stjórnendur þessa fyrirbæris, sem RÚV er, sjá ekki bjálkana í eigin augum en virðast einblína á flísarnar annars staðar. Vísa annars í fyrri bloggfærslu um þennan fáranlega sparnað hjá opinberu hlutafélagi sem gæti sparað sér þrjár til fjórar uppsagnir fréttamanna á landsbyggðinni með því einu að láta forstjórann sjá um að koma sér í vinnuna upp á eigin spýtur en ekki með lúxusbíl á kostnað landsmanna. 
mbl.is Stjórn fréttamanna skorar á stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

jaherna - Það eru sko fjölmörg svona dæmi eins og þú nefnir sem mætti sleppa og spara margföld laun landsbyggðarfréttamanna. Það eru að vísu komin 3 ár síðan ég var að vinna hjá RÚV en ég ímynda mér að hver landsbyggðarfréttamaður sé með um 4 milljónir í heildarlaun. Svona jeppi eins og Palli er á kostar örugglega 12 eða ekki 15 millur, svo er allur rekstur. Þetta er tekið á einhverri rekstrarleigu með 15-20% vöxtum + gengistryggingu, þá sérðu! - EM og allt bruðlið í kringum það, þeir hefðu getað setið í stútíói í Efstaleiti, á Ísafirði, á Akureyri eða Egilsstöðum og gjammað um þetta sömu steypuna og þeir gerðu. Maður lækkaði í þessu til að sleppa við málvillurnar og blaðrið.- Og júróvísíjon - ja herna

Haraldur Bjarnason, 1.7.2008 kl. 23:49

2 identicon

Já ég sé ekki alveg tilgangin í að senda menn út á keppnir eins og EM, finnst alveg nóg að taka bara viðtöl við fólk sem er á staðnum, eins og var reyndar gert núna.

Annars held ég að það mætti nú bara alveg  auka fjármagn til RÚV.

Andrir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband