Kvennafótbolti þótti í eina tíð móðgun við íþróttina

Framfarirnar í íslenskri kvennaknattspyrnu eru ótrúlegar á síðustu árum, sérstaklega hjá landsliðinu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson er greinilega réttur maður á réttum stað. Ég ætla rétt að vona að hann láti ekki glepjast af þjálfaratilboðum hjá karlaliði á næstunni, hvort sem er félagsliði eða landsliði. Hann þarf í það minnsta að klára þetta dæmi og fylgja liðinu áfram til loka Evrópukeppninnar.

Ég hefði ekki trúað því fyrir nokkrum árum að ég gæti setið við sjónvarp og horft á kvennalið spila fótbolta. Sú var hins vegar raunin eftir vinnu í dag. Fannst raunar slæmt að hafa misst af fyrri hluta leiksins. Hér áður fyrr sögðum við félagarnir gjarnan að kvenfólk í fótbolta væri móðgun við íþróttina. Eina ástæðan fyrir að horfa á slíkt væri að stelpurnar væru í stuttbuxum. Þetta segi ég núna með fullri virðingu fyrir þeim ágætu stelpum sem lögðu grunninn að íslenskri kvennaknattspyrnu, meðal annars jafnöldrum mínum hér á Skaganum, sem voru í fararbroddi kvennafótboltans. - Stelpurnar sem eru að spila í dag eru einfaldlega svo miklu betri í fótbolta og skjóta þar stórþjóðum ref fyrir rass. - Til hamingju Ísland!


mbl.is „Núna eigum við alla möguleika í heiminum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Nú getum við svo sannarlega kyrjað "Ísland best í heimi". Þetta var frábær leikur hjá stekpunum og ég tek ofan fyrir þeim sem ruddu brautina, hvar á landinu sem þær búa.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 26.6.2008 kl. 20:44

2 identicon

Það væri gaman að láta kvenna- og karlalandsliðin mætast og sjá hvort kvennalandsliðið sterka rúlli ekki upp karlalandsliðinu... ekki svo sterka (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 20:55

3 identicon

Snilldar leikur, frábært að horfa á íslenska kvennalandsliðið vaxa svona. Nú er það bara að vinna frakkana og brillera svo á EM.

Andrir (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 21:02

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 26.6.2008 kl. 21:14

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það skemmir nú ekki að hafa þær í stuttbuxum. Þetta er eina ástæðan fyrir því að sumar konur horfa á karlabolta. Vinkona mín sagði mér einu sinni að Marco van Basten væri með flottasta rassinn og hún missti aldrei af leik með honum en henni væri skítsama um úrslit.

Víðir Benediktsson, 26.6.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband