Erfitt að skilja þetta

Ég skil ekki alveg þessa frétt um að sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafi brotið reglur með því að bjóða ekki út viðbyggingu við grunnskólann. Fram kemur þarna að kostnaður sé áætlaður 1.600 milljónir en reglur Evrópska efnahagssvæðisins segi skylt að bjóða út framkvæmdir á vegum sveitarfélaga sem kosti meira en 390 milljónir króna. Þarna munar miklu og allt bendir til þess að þetta sé ekki reglum samkvæmt.

Haft er eftir Soffíu Lárusdóttur, forseta bæjarstjórnar, að þetta sé allt lögum samkvæmt og ég á erfitt með að trúa að það sé rangt hjá henni. Ég held að stjórnendur sveitarfélagsins og starfsmenn hljóti að hafa kynnt sér þetta til hlítar. Svo átta ég mig ekki á hvers vegna hægt er að fullyrða að ódýrara sé að bjóða ekki verkið út þegar ekki er látið reyna á það.

Egilsstaðir 009 Frá Egilsstöðum. Grunnskólinn fyrir miðri mynd og bráðabirgðaskólastofur á lóðinni.


mbl.is Útboðsreglur brotnar á Egilsstöðum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er mjög skrítið, en gaf hún enga skýringu á þessu, fyrst hún segir þetta samkvæmt öllum reglum?

Andrir (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svo virðist ekki vera samkvæmt þessari frétt. Þetta er bara illa unnin frétt þar sem ekki er leitað svara við spurningum sem vakna við svör viðmælanda...dæmigerð kranafréttamennska....eitthvað sést á netinu og kjarklaus blaðamaður þorir ekki að spyrja þeirra spurninga sem þarf að spyrja.

Haraldur Bjarnason, 26.6.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband