Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Geir í sýndarveruleika

Þeir sem veikjast eða slasast og eiga engra annarra kosta völ en leggjast á sjúkrahús eiga að borga. Er það ekki svolítið táknrænt fyrir aðgerðir þessarar aumu ríkisstjórnar? Kannski enn táknrænna en hátekjuskatturinn, sem ekki má leggja á? Við erum að borga skatta, ekki síst til að geta staðið undir heilbrigðiskerfi handa öllum landsmönnum. Þeir skattar voru að hækka líka. - Geir segist telja að vel flestir landsmenn geti staðið undir gjaldtöku. - Ertu í einhverjum sýndarveruleika Geir?
mbl.is Standa undir gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengisöflun

Fátt er svo með öllu illt að eigi boði gott. Þetta að útlendingar streymi hingað í innkaup ásamt því að Íslendingar héldu sig heima við að gera jólainnkaupin er jákvætt fyrir gjaldeyrisbúskapinn. Það er ekki alltaf sem krónan er okkur neikvæð. Verst að allur þessi straumur liggur til höfuðborgarsvæðisins, þó sá maður útlenda ferðamenn við innkaup hér á Akureyri fyrir jól. En þó. Það er ágætt að borgarbúar afli gjaldeyris líka. Landsbyggðin hefur að mestu séð um það hingað til.   
mbl.is Ísland á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg hjól

Ég heyrði ekki betur, þegar þetta var spilað í þremur frétttatímum, en að karlinn segði "gleðileg hjól," en maður verður að taka viljann fyrir verkið. 
mbl.is Páfi sagði „Gleðileg jól"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól!

 Gleðileg jól!

Þá er hátíð ljós og friðar rétt að bresta á.

Ég óska öllum gleðilegra jóla, árs og friðar

P1010016.

Jólatréð tilbúið í stofunni í Smárahlíðinni, skreytt að hætti Helle.


Ljós í myrkrinu

Það er ljós í myrkrinu að eitthvað annað en auknar álögur á almenning skuli taka gildi um áramótin. Þetta er kærkomin hækkun fyrir atvinnulausa og alla þá sem eru þessa dagana að verða atvinnulausir. Eflaust á Jóhanna Sigurðardóttir heiðurinn af þessu og gerir þetta af heilum hug. En að hún skuli fá Geir, Sollu og dýralækninn til að samþykkja þetta. Það er afrek.

Svona virka jólin, kærleikurinn brýst fram hjá ótrúlegasta fólki


mbl.is Flýta hækkun atvinnuleysisbóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sami rassinn undir þeim öllum

Geir og Solla bíða náttúrulega fram á sumar með þetta eins og gildistöku lífeyrislaga til handa þeim og fleirum sem hafa verið í þeirra stöðu liðin ár. Það eru bara álögur á almenning sem taka gildi strax. Annars skiptir svo sem litlu hver situr hvaða stóli á þessum bæ. Það virðist sami rassinn undir þeim öllum. Nær væri að stefna að kosningum næsta haust.
mbl.is Engu breytt fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

Þetta er hárrétt hjá Sjómannadeild Framsýnar og hefur verið baráttumál í áratugi. Það er launafólkið sem greiðir í lífeyrissjóðina. Þetta er hluti af launagreiðslum þar með talið framlag atvinnurekenda og því eign launamanna. Atvinnurekendum kemur þetta ekkert við frekar en að þeir sitji í stjórnum verkalýðsfélaga þótt þeir sjái um að draga félagsgjöldin af launamönnum og eigi að standa skil á þeim til verkalýðsfélaganna. Eigendur sjóðanna eiga að stjórna þeim, þeirra eru hagsmunirnir en ekki atvinnurekenda.
mbl.is Óeðlilegt að atvinnurekendur sitji í stjórnum lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað er þetta rétt

Auðvitað er það rétt sem Bloomberg segir. Það þarf ekki mikið til að sjóði upp úr og það alvarlega. Mótmæli hingað til hafa verið friðsamleg, þótt einstaka hafi misst sig með eggjakasti og að brjóta rúður hjá Fjármálaeftirliti. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og fjárlagagerðin nú bjóða upp á að upp úr sjóði enn frekar. Allt það sem gert er miðar að auknum ójöfnuði í þjóðfélaginu og sjálfir gátu þingmenn ekki einu sinni druslast til að láta ný eftirlaunalög fyrir þá sjálfa taka gildi um áramót. Það má bíða fram á sumar. Allar aðgerðir gegn almenningi taka hins vegar gildi strax.

Róðurinn kemur til með þyngjast hjá mörgum eftir áramót. Þá koma uppsagnir af fullum þunga og atvinnuleysi eykst enn frekar auk þess sem fólk missir íbúðir sínar. Það er ekkert fráleitt að líkja ástandinu við eftirköst Cernobyl slyssins. Það er allt slétt á yfirborðinu en andrúmsloftið geislavirkt.

En nóg um það. Farinn að sjóða skötuna. Vona að ekki sjóði upp úr þeim pottum.

P1010016

 


mbl.is Óttast að uppúr sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki tiltökumál hingað til

Þetta er rétt ákvörðun hjá Gísla þrátt fyrir að svona ættartengsl hafi í gegnum tíðina ekki þótt tiltökumál hér á landi. Ekki heldur í síðustu tímum.
mbl.is Vanhæfur í málefnum peningamarkaðssjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju var verið að mómæla

Gott hjá Ólafi að bjóða í kaffi og með því eins og höfðingjum sæmir. Það kemur hins vegar ekki fram í fréttinni hverju fólkið var að mótmæla við Bessastaði.


mbl.is Ólafur og Dorrit buðu mótmælendum upp á kaffi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband