Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Veiða meira

Af hverju koma þessar síldargöngur vísindamönnum á óvart? Það er löngu vitað að íslenski sumargotssíldarstofnin hefur verið að vaxa mikið síðustu áratugi. Síldin leitar inn á firði og hafnir þegar mikið er orðið af henni. Það hefur of lítið verið veitt af síld og þess vegna kemur þessi sýking upp sem orðið hefur vart núna. Síldin er að leita að æti við botninn sem hún gerir ekki ef stofnin er í jafnvægi. Aðeins eitt ráð er við þessu eins og með þorskinn. Veiða meira.
mbl.is Síld gengur inn í hafnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enga afsökun - Skammist ykkar

Hver trúir þessum mönnum? Kannski einhver greiningardeild. Hins vegar má vera rétt hjá þeim að allt hafi verið lögum samkvæmt og þeir hafi farið eftir þeim reglum sem þeim voru settar. Málið er ekki flóknara en svo að þegar Davíð og Halldór einkavinavæddu bankana settu þeir engar almennilegar starfsreglur. Þessir gaurar fengu að valsa frjálst. Hirða hagnaðinn meðan hans naut við í eigin þágu. Almenningur tekur svo tapið á sig. - Verið ekki að afsaka ykkur. - Reynið frekar að skammast ykkar.
mbl.is Engar ólögmætar færslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskeldi á framtíð fyrir sér

Það er gott til þess að vita að þorskeldi HB-Granda í Berufirði gengur vel. Fyrirtækið hætti þar laxeldi fyrir nokkru en vonandi kemur það aftur. Aðstæður í Berufirði eru einstaklega góðar til fiskeldis og nú er búið að byggja upp reynslu í þessum efnum á Djúpavogi, sem auðvitað á að nýta. Fiskeldi á án efa framtíð fyrir sér þó tímabundnir erfiðleikar, t.d. vegna sjúkdóma, komi til. Það gerist líka í náttúrunni eins og dæmið um íslensku sumargotssíldina sýnir.
mbl.is Slátrun gengur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið selur þá kannski fleira en brennivín

Jæja, ríkið fer þá kannski að selja fleira en brennivín og það í útlöndum. Ætli það sé ekki kominn tími á ríkisverslanir hér heima líka, í það minnsta þar sem engin samkeppni ríkir. Hvað með olíuverslun ríkisins? Held að fullreynt sé að "frelsið" gengur illa upp og ef það rúllar lendir tapið á almenningi. Nú erum við með ríkisbanka, þannig að réttast væri að stíga frekari skref.
mbl.is Ríkið hluthafi í verslunarkeðjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótt er ef satt er

Ja ljótt er ef satt er. Ef svo er, sem sagt er frá í fréttinni, að þarna hafi einstaklingar í eigendahópi Kaupþings og félög á þeirra vegum ásamt vildarviðskiptavinum hagnast um hundrað milljónir, þá er nú eins gott að skoða vel víðar. Það er kannski athyglisverðast í þessu að ábending kom frá einhverjum ónafngreindum. Það var ekki skilanefndin eða rannsókn á vegum fjármálaeftirlitsins sem kom þessu fram. Vissulega er sama hvaðan gott kemur en maður efast um að þessar skilanefndir séu að vinna vinnuna sína, hvað þá í hverra þágu þær eru að vinna.
mbl.is Gátu ekki tapað á samningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullreynt með hreindýr syðra

Hreindýr eru mjög viðkvæm fyrir slagviðri og bleytu og því er Reykjanesið líklega vonlausasti kosturinn fyrir þau á Íslandi. Þau voru á sínum tíma á Suðurlandi og Reykjanesi, þau drápust öll. Sama má segja um tilraunir með þau á Norðurlandi. Það er helst á austanverðu Norðurlandi og Austurlandi sem þau geta þrifist almennilega, eins og reynslan sýnir. Þar er þurrt og kalt á vetrum. Eins og kemur fram í áliti Dýraverndarsambandsins gætu þau auk þess valdið vandræðum á fjölförnum vegum eins og reyndar hefur komið í ljós á síðustu árum eystra eftir að vegir voru lagðir um Fljótsdalsheiði og Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði en hreindýrahjarðir halda sig mikið á þessum slóðum. Á þessum vegum sem og leiðinni milli Egilsstaða og Norðfjarðar hafa tugir hreindýra orðið fyrir bílum á síðustu árum eftir að umferð jókst um kjörlendi þeirra. Hreindýrin sjá sjálf um að velja sér kjörlendi, þeim hefur fjölgað mjög á síðustu árum og þrátt fyrir aukna veiði sér ekki högg á vatni. Ég held að Reyknesingar ættu að gleyma þessum hugmyndum sínum.

Hreindýr í ljósaskiptum Hreindýr í kvöldskímu við Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði


mbl.is Vara við hugmyndum um hreindýr á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var rétt Solla

Það var rétt þetta Solla. Þetta er afdráttarlaus yfirlýsing og komdu henni alla leið til Sameinuðu þjóðanna hið fyrsta. Þetta er það sem beðið var eftir og hefði mátt koma strax þegar fréttir bárust af þessum morðum Ísraelsmanna. Vangaveltur um kjarkleysi þitt eru því ekki réttar. Ísraelsmenn boða enn frekari dráp á saklausu fólki, svo ekki er vanþörf á að mótmæla kröftuglega.
mbl.is „Óverjandi aðgerðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar ertu Solla?

Er utanríkisráðherra og ráðuneytisfólk allt í jólafríi og lætur ekki í sér heyra meðan morðóðir Ísraelsmenn strádrepa almenning á öllum aldri með loftárásum á Gasaströnd? Hvers vegna mótmælir utanríkisráðherra ekki strax þessum ófögnuði? Er sama undirlægjan á ferð þarna og þegar Davíð og Halldór skrifuðu upp á innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak? Er Solla að bíða eftir fyrirmælum frá Bandaríkjunum? - Hristu af þér slenið Solla og mótmæltu þessum fjöldamorðum Ísraelsmanna á saklausu fólki.
mbl.is 195 látnir, yfir 300 særðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hámark við milljón og afnema lúxus

Einhvern veginn hef ég trú á að þessar tölur, sem nefndar eru í fréttinni, segi ákaflega lítið um laun þingmanna og ráðherra. Þarna fyrir utan eru svo laun fyrir nefndastörf og allskonar hlunnindi. Hins vegar mættu laun ríkisbankastjóra og ýmissa annarra toppa innan ríkisins lækka niður í það sama og þingfararkaupið er. Er ekki bara einfalt, í þessu ástandi sem nú er, að setja hámarkið hjá ríkinu við milljón á mánuði og afnema hlunnindi eins og frjáls afnot af lúxusbílum.
mbl.is Laun ráðamanna lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útgerðin er ríkisstyrkt og komin upp á náð og miskunn ríkisins

Getur verið að framkvæmdastjóri LÍÚ hafi sagt þetta?: "Friðrik sagði að það hafi verið gæfa sjávarútvegsins að njóta ekki ríkisstyrkja og það hafi skipt sköpum. Hann sagði að það væru blikur á lofti um fjármögnun sjávarútvegsfyrirtækja en hann sagðist ekki sjá það fyrir sér að það myndi nokkurn tímann gerast aftur að sjávarútvegurinn yrði upp á náð og miskunn ríkisins kominn."  Íslenskur sjávarútvegur hefur nú heldur betur verið ríkisstyrktur í bak og fyrir. Kvótinn, sem er sameign þjóðarinnar, hefur verið færður útgerðinni á silfurfati. Það launaði hún með því að veðsetja kvótann í botn og nú vill útgerðin fá ríkisbankana til að fella niður skuldir, sem eru með veði í kvótanum, sem er eign.

Auðvitað er kvótagjöfin ríkisstyrkur og útgerðin er komin upp á náð og miskunn ríkisins vegna veðsetningar gjafakvótans. Enda á ríkið bankana.


mbl.is Aldrei aftur í faðm ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband