Auðvitað er þetta rétt

Auðvitað er það rétt sem Bloomberg segir. Það þarf ekki mikið til að sjóði upp úr og það alvarlega. Mótmæli hingað til hafa verið friðsamleg, þótt einstaka hafi misst sig með eggjakasti og að brjóta rúður hjá Fjármálaeftirliti. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og fjárlagagerðin nú bjóða upp á að upp úr sjóði enn frekar. Allt það sem gert er miðar að auknum ójöfnuði í þjóðfélaginu og sjálfir gátu þingmenn ekki einu sinni druslast til að láta ný eftirlaunalög fyrir þá sjálfa taka gildi um áramót. Það má bíða fram á sumar. Allar aðgerðir gegn almenningi taka hins vegar gildi strax.

Róðurinn kemur til með þyngjast hjá mörgum eftir áramót. Þá koma uppsagnir af fullum þunga og atvinnuleysi eykst enn frekar auk þess sem fólk missir íbúðir sínar. Það er ekkert fráleitt að líkja ástandinu við eftirköst Cernobyl slyssins. Það er allt slétt á yfirborðinu en andrúmsloftið geislavirkt.

En nóg um það. Farinn að sjóða skötuna. Vona að ekki sjóði upp úr þeim pottum.

P1010016

 


mbl.is Óttast að uppúr sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það á sannarlega eftir að sjóða upp úr.

Eigðu skemmtilegan Þorláksmessudag

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 11:20

2 Smámynd: Himmalingur

Ég er sammála! Janúar - mars á komandi ári verða mánuðir uppsagna og á mest í verslunargeiranum!

Þá að skötumálum: Ég er eini maðurinn á heimilinu sem borða skötu og verð að elda hana úti á prímus! Er þín vel kæst og að vestan?

Himmalingur, 23.12.2008 kl. 12:34

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hér var sko skatan soðin í eldhúsinu Hilmar. Hún var vel kæst og fín. veit ekkert hvort hún er ættuð að vestan eins og ég. Keypti hana í Hagkaup, hafði tindabykkju og saltfisk með fyrir börn og tengdason. Mestur afgangur var af saltfiskinum. Myndina sem fylgir með tók ég af skötunni rétt áður en fór í pottinn.

Haraldur Bjarnason, 23.12.2008 kl. 14:13

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég vil fá ilminn

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 15:00

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

En ekki fnykinn eins og kom fram í fréttum Stöðvar tvö áðan. Hvað þá það sem formaður húseigendafélagsins sagði. Sá var illa ruglaður; einum þykir ilmur af skötu öðrum af hangikjóti, öðrum þykir þetta fnykur. Svo er hægt að finna táfýlu á stigagöngum og ýmislegt. En formaður húseigendafélagsins hafði greinilegar sínar skoðanir á skötunni og var ekki sáttalegur í sínu tali.

Haraldur Bjarnason, 23.12.2008 kl. 18:39

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þessi húseigendaformaður er rugludallur.

Stappan mín er svoooooo góð.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband