Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Auðvitað eru þetta geimverur

Reykhringur!! Hvaða rugl er þetta? Þetta er greinilega fljúgandi diskur. Auðvitað eru þetta geimverur að koma færandi hendi til að bjarga okkur úr fjármálakreppunni. Aðgerðir Seðlabankans, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og ríkisstjórnarinnar eru svo langt frá raunveruleikanum að ekkert nema hjálp úr öðrum heimi getur bjargað okkur. Jafnvel þótt frændur okkar Færeyingar geri sitt besta.
mbl.is Dularfullur hringur yfir Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak

Þetta er frábært hjá Ágústi Einarssyni og hans fólki á Bifröst að bjóða tveimur Færeyingum ókeypis skólavist á næsta skólaári. Háskólinn ryður þarna brautina og sýnir Færeyingum þakklæti fyrir hjálpsemi þeirra við okkur. Vonandi koma fleiri á eftir.
mbl.is Býður Færeyingum ókeypis nám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt á reiki

Það er þó ljós punktur í þessu að einhversstaðar skuli íslenska krónan talin einhvers virði. Þótt auðvitað sé það slæmt að fólk sé rukkað um miklu meiri peninga en það telur sig vera að nota. Hvaða gengi ætli íslensku kortafyrirtækin noti hjá Íslendingum sem nota kortin sín ytra? Svo er spurning hvaða gengi fjármálafyrirtæki nota á erlend lán bíla- og íbúðakaupenda? Alla vega virðist ekkert af þessu vera á hreinu og enginn vita neitt um hvað er rétt eða rangt í gengismálum þessa dagana og allt á reiki.
mbl.is Norðmenn reiðir vegna útreikninga kortafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar fundust þessi 10%?

Það er nú athyglisverðast í þessu að 79% þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn skuli ekki styðja leiðtogann sem Geir liggur flatur fyrir. Eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem þorað hefur að sýna sjálfstæði er Þorgerður Katrín, kannski er hún komin í kosningabaráttu um formannsembættið og samkvæmt þessu verður hún næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. En að 90% aðspurða skuli vilja Davíð burt er ekkert óeðlilegt. - Hvar fundust eiginlega þessi 10%?
mbl.is 10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið á hvern haus

Við erum nú vön að nota höfðatöluregluna þegar það hentar okkur. Ef hún er notuð um þetta lánsloforð Færeyinga þá er þetta örugglega það hæsta, sem nokkur þjóð býður okkur. Treysti mér ekki til að nefna hve mikið þetta er á hvern haus í Færeyjum en held að þeir séu um 50 þúsund talsins. 300 milljónir danskra eru mikið en hvort það er 6,1 milljarður í íslenskum, eða ekki, er ekki gott að segja um enda veit enginn hvert gengi íslensku krónunnar er í raun og veru. 
mbl.is Færeyingar vilja lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir gátu það sem Davíð gat ekki

Afkomendur togarajaxlanna frá Grimsby og Hull gátu það sem Davíð og félagar gátu ekki. Þeir gátu fengið það í gegn að hægt er að koma greiðslum til íslenskra útgerða frá Bretlandi. Bresku bankarnir höfðu meiri trú á þeim en Davíð og félögum í Seðlabankanum. Hins vegar hefði ég ekki grátið það þótt Bretarnir hefðu orðið fisklausir. Við getum eflaust selt allan okkar fisk annað. 
mbl.is Bretar óttuðust skort á fiski og frönskum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður Einar Már

Þessi mannætubrandari er góður og samlíkingin hjá Einari Má við útrásarvíkingana frábær.
mbl.is Mannætubrandari um útrásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er það sem þurfti

Nákvæmlega það sem allir þurftu núna, eða hitt þó heldur, vaxtahækkun ofan á lánskjaravísitöluna í bullandi verðbólgu. Er það ekki löngu ljóst að þessir háu stýrivextir hafa ekkert verið að virka hér á landi? Löngu kominn tími til að hreinsa til í yfirstjórn Seðlabankans. 
mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frystum Breta

Jæja þá fer Geir loksins að brosa. Hann er samt harður á því að ESB komi ekki til greina. Hvernig væri þá fyrir hann að tala við norska ættingja um einhverskonar tengingu við norsku krónuna. Það er sennilega besta lausnin ef við förum ekki í Evrópusambandið. Geir þarf hins vegar, ef hann ætlar að stjórna áfram, að hrista Davíð af sér. Hann nýtur hvergi trausts lengur hvorki hér á landi né annarsstaðar. Allar Norðurlandaþjóðirnar standa með okkur, Breta eru með sama yfirganginn og alltaf áður en með Norðurlandaþjóðirnar með okkur eru okkur allir vegir færir. Sendum útflutningsafurðir okkar til þeirra og frystum Breta. Það höfum við gert áður með ágætis árangri. Heim með sendiherra þeirra og kippum okkar hingað heim. Spörum eitt sendiráð þar.
mbl.is Ánægður en málinu ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki flókið

Þetta er ekki flókið. Burt séð frá öllu, sem á hefur gengið,  þá trúi ég þeim Björgólfsfeðgum betur en Davíð. Sá maður hefur svo marg oft verið uppvís að því sem kallast hagræðing staðreynda, eða á íslensku; lygar.
mbl.is Björgólfur segist standa við ummæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband