Mikið á hvern haus

Við erum nú vön að nota höfðatöluregluna þegar það hentar okkur. Ef hún er notuð um þetta lánsloforð Færeyinga þá er þetta örugglega það hæsta, sem nokkur þjóð býður okkur. Treysti mér ekki til að nefna hve mikið þetta er á hvern haus í Færeyjum en held að þeir séu um 50 þúsund talsins. 300 milljónir danskra eru mikið en hvort það er 6,1 milljarður í íslenskum, eða ekki, er ekki gott að segja um enda veit enginn hvert gengi íslensku krónunnar er í raun og veru. 
mbl.is Færeyingar vilja lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Færeyingar eru um 40 þúsund talsins. Þannig að þetta er örugglega hæsta aðstoðin sem við fáuum.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 28.10.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Takk Elma. Ég veit að engin þekkir betur til Færeyinga en þú .Mín kynni af þeim eru bara af því góða. Hef komið þangað fimm sinnum og man svo eftir heimsóknum þeirra þegar ég bjó á Norðfirði. Þeir eru snillingar.

Haraldur Bjarnason, 28.10.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband