Bankaleynd í þágu fjárglæframanna

Samkvæmt þessu virðast lög um bankaleynd fallin til þess eins að hlífa þeim sem síst skyldi. Þau geta varið allt það sem sviksamt getur talist ef þessi úrskurður Héraðsdóms er óskeikull. Það er líka athyglisvert að lögbannið nær bara til RÚV en ekki annarra fjölmiðla og netsins. Hvar er bankaleyndin þegar kemur að fyrirtækjum sem hafa aðgang að upplýsingum um þá sem einhverra hluta vegna hafa lent í vanskilum við ríki og banka? Minnsta skattaskuld eða viðskiptaskuld og ábyrgðir hafa þar verið opinberar í áratugi. Nú þegar kemur að stærstu fjárglæframönnum sögunnar á Íslandi er bankaleyndin notuð sem skjól. Skömm er að og vonandi tekur ríkisstjórnin af skarið og breytir lögum um bankaleynd. 
mbl.is Telur ríkari hagsmuni víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Sammála

, 1.8.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er víst sýslumaðurinn í Reykjavík en ekki Héraðsdómur eins og ég hélt.

Haraldur Bjarnason, 1.8.2009 kl. 23:43

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Er ekki rétt að kanna hvort þarna eru reglubræður að halda hlífiskidi hver yfir öðrum.... væri ekki rétt að kanna þá hlið þessarar fjárglæfrastarfsemi allrar? Það gæti verið verðugt verkefni fyrir þá sem vilja stunda alvöru rannsóknarblaðamennsku. Það er mál til komið að kanna hvort íslensku bankarnir og fjármálakerfið í heild sinni hafi ekki í raun lent í höndunum á óprúttnum mafíósum.... það lyktar alla vega af því og ólíðandi að þjóðinni blæði fyrir slíkt....

Ómar Bjarki Smárason, 2.8.2009 kl. 00:21

4 identicon

Ég vildi sjá þjóðina nú taka höndum saman og heimta endurgreiðslu á því, sem hún greiðir til þeirrar stofnunar er nefnist RUV nema hún vinni í hennar þágu, að t.d. upplýsa það sem mestum veldur deilum á hverjum tíma. Hvað er verið að fela? Þolir þetta ekki dagsljósið?  Þetta hlýtur þjóðin að vera að spyrja sig þessa dagana!

sveinn (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 01:52

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þessi bankaleynd er í boði ríkisstjórnarinnar. Við hrunið var Björgvin Sigurðsson bankamálaráðherra. Ef bankaleyndin var til travala þá var hægur vandi að breyta lögunum. Síðan tók Gylfi Magnússon við og hann hefur ekki talið þessa bankaleynd svo mikið mál, að það taki því að setja inn lagabreytingu. Skilanefnd Kaupþings og núverandi bankastjórnendum er ætlað að vinnan innan laganna og þá ber þeim að tryggja bankaleynd.

Hengjum ekki bakara fyrir  smið, jafnvel þó að smiðurinn sér úr sama flokkssauðahúsi og þeir sem standa fyrir hengingunum.

Sigurður Þorsteinsson, 3.8.2009 kl. 11:41

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þarna er ekkert verið að hengja bakara fyrir smið Sigurður. Það er einfaldlega undarlegt að RÚV megi ekki vitna í gögn, sem þegar eru opinber um allan heim. Bankaleynd skiptir í run ekki máli úr því sem komið er enda hefur hún ekkert virkað hingað til nema fyrir þá sem meira mega sín.

Haraldur Bjarnason, 3.8.2009 kl. 22:14

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Reyndar er kannski meiri þörf fyrir bakara en smiði í augnablikinu, en líklega er nú samt rétt að halda öllum hengingum fyrir utan þetta mál. Enda komu iðnaðarmenn almennt ekki mikið nálægt reksrtri bankanna. Þetta voru aðallega viðskiptafræðingar, hagfræðingar og svo undir það síðasta voru verkfræðingar farnir að koma að þessu.

En að öllum útúrsnúningum slepptum, þá er þetta lögbannsmál allt hið undarlegasta.....

Ómar Bjarki Smárason, 3.8.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband