Hvalirnir við Höfðavíkina

Ég vaknaði yfir mig áðan, ef svo má segja, við símhringingu vegna hvala sem sést höfðu inn við Höfðavík hér norðan til á Skaganum. Rauk af stað með myndavélina og var að koma heim aftur. Ég er ekki alveg viss um hvalategundina, þykist þó viss um að þetta eru ekki háhyrningar. Ég hallast helst að því að þetta sé lítil grindhvalavaða. Hvalirnir voru áðan rétt utan við Höfðavíkina og best var að sjá þá ofan af Elínarhöfðanum. Það hefur verið mikið fuglager hér norður af Skaganum að undanförnu og því liklega mikið æti, kannski að síld hafi gengið þarna inn. Læt fylgja með tvær myndir og gott væri að einhver gæti greint hvalategundina.

hvalir_1 Þessir komu næst landi

hvalir_2 Þessir fylgdu megin vöðunni utar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Þetta eru hnísur. Er samt ekki viss.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 1.4.2009 kl. 10:39

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég held líka að það séu hnísur á að minnsta kosti annarri myndinni. Annars var þessi færsla nú bara í tilefni dagsins í gær, 1. apríl. Ef einhverjir Skagamenn hafa gert sér far inn á Elínarhöfða til að sjá hvali við Höfðavík, þá vona ég að þeir fyrirgefi mér. Þessar myndir sótti ég bara á google og þær geta verið teknar hvar sem er. Það er svo annað mál að hnísuvaða sást hér við Skagann fyrir stuttu. Hún sást koma út úr Hvalfirði, fara alveg að Akraneshöfn, síðan vestur fyrir Skagann og inn með Skaganum að norðanverðu, svo þessi skrif voru ekkert ólíkleg.

Haraldur Bjarnason, 2.4.2009 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband