Persónukjör innan flokkakerfis

Persónukjör með einhverjum hætti hlýtur að vera áhugaverður kostur. Líklegast verður það þó innan flokkakerfisins og þá þannig að flokkarnir stilla upp lista frambjóðenda en síðan getur kjósandi raðað á listann, sem hann kýs, í kjörklefanum. Kjörseðill yrði hins vegar ógildur raði fólk upp á annan lista en það kýs. Þannig ræðst það ekki í prófkjöri, forvali eða uppstillinganefndum hverjir verða í efstu sætum hvers lista. Það verður ekki ljóst fyrr en eftir kosningar.

Ég man eftir sameiginlegu prófkjöri allra flokka á Akranesi fyrir bæjarstjórnarkosningar með þessum hætti. Mig minnir að þetta hafi verið fyrir um 30 árum og þótti takast vel. Veit ekki af hverju slíkt hefur ekki verið gert aftur.


mbl.is Hvetja til persónukjörs strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég vil kjósa persónur en EKKI flokka.. en hver tekur mark á mér ?

Óskar Þorkelsson, 22.2.2009 kl. 18:19

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Með þessu móti kýst þú persónur. Þær verða bara að vera allar í sama flokki. Hitt að kjósa einstaklinga án þess að flokkar bjóði fram held ég að yrði erfitt í framkvæmd og þyrfti stjórnarskrárbreytingu til. Þá yrðu væntanlega allir kjósendur á Íslandi í kjöri og er í sveitarstjórnarkosningum í smæstu sveitarfélögunum.

Haraldur Bjarnason, 22.2.2009 kl. 18:30

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Við þurfum ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum .í Finnlandi eru einmitt svona fyrirkomulag á kosningum, þar sem kjósandi raðar á listan sem hann kýs ,ætla má að það taki ekki langann tíma til að fara og kynna sér þessi mál þar og aðlaga að Íslandi .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 22.2.2009 kl. 18:40

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála Guðmundur. Þetta er einfaldasta leiðin til að fólk hafi áhrif á hvaða menn lenda á þingi.

Haraldur Bjarnason, 22.2.2009 kl. 18:48

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Gæti ekki verið meira sammála. Svona á að gera þetta. En veriði viss, það kemur fram andstaða sem stöðvar allar breytingar á þessu kerf.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.2.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband