Hægt að mótmæla án ruddaskapar

Margir hafa orðið til þess að gagnrýna stjórnendur mbl.is fyrir hertar reglur sem settar voru um nafnlaust blogg og orðaval á blogginu. Nú virðist eyjan huga að einhverju svipuðu. Það er ljóst að margir hafa farið offari á blogginu og ekki síst í skjóli nafnleysis, þótt það sé ekki algilt. Þeir sem þannig koma fram eyðileggja þennan opna vettvang sem bloggsíðurnar hafa verið. Ástandið í þjóðfélaginu að undanförnu virðist hafa ýtt undir þessa hegðun og er það miður því sóðalegt orðalag og níðingsskapur í garð einstaklinga, hvort sem eru ráðamenn eða aðrir, er engum til framdráttar.

Látum skoðanir okkar í ljósi en ekki með ruddaskap og óþverra. Það er hægt að hafa skoðanir, mótmæla og láta óánægju í ljósi með aðgerðir og aðgerðarleysi ríkisvaldsins án ruddaskapar.


mbl.is Eyjan biður bloggara að sýna ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég skil vel að þeir loki á ruddaskap. Og ýmislegt ljótt hef ég séð en það ömurlegasta finnst mér þegar ung kona setur tengla á klámsíður. Þá hefur mér mest ofboðið.  Börn og unglingar kíkja lika á blogg.  Einhver mörk verða að vera.

Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2009 kl. 17:36

2 identicon

Alveg samála því að lokað sé á þá sem eru með ruddaskap.

Sigurður (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 19:21

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sko! Mogginn lokar á ef hraunað er yfir "innmúraða" en venjulegt fólk hefur  mátt sæta mannorðsmeiðingum  án afskipta ritstjórnar.

Víðir Benediktsson, 5.1.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er líka greinilegt að nú hefur verið lokað fyrir Valhallarliðið sem streymdi inn um daginn undir dulnefnum með allskonar skítkast út í alla sem hölluðu máli sinu gegn íhaldinu.

Haraldur Bjarnason, 5.1.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband