Hvernig væri að líta í eigin barm?

Ég er svo sem sammála Össuri og leiðarahöfundi Morgunblaðsins að ljótt orðbragð og svívirðingar í netpistlum og athugasemdum við þá eru ekki til fyrirmyndar. Ekki heldur nafnleysi þar. Fólk á einfaldlega að koma kurteislega fram og þora að standa við sín orð með nafni.

Hitt er annað, sem Össur og leiðarahöfundur Moggans, mega hafa í huga. Þessi óþverragangur á Moggablogginu hefur aukist jafnt og þétt í hlutfalli við ólguna í þjóðfélaginu. Þessi ólga er fyrst og fremst komin til af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar, sem Össur situr í, sem og þeim áherslum sem ríkisstjórnin hefur sett í nýjum fjárlögum; auknum álögum á þá sem minna mega sín.  Þeir tveir, ritstjóri Moggans, sem er málsvari Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarvaraformaðurinn, ættu því að líta í eigin barm þegar þeir leita sökudólga.


mbl.is Umræðuhættir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Össur ætti fyrst og fremst að líta í eigin barm hann úthúðaði Gísla Marteini á sínum tíma þegar Gísli vildi ekki taka fullan þátt í REI útrásarævintýri Össurar og Björns Inga Hrafnssonar.

Össur hefur fullyrt án þess að rökstyðja það með nokkrum hætti sl. vor að einstaka stjórnmálamenn væru haldnir mannhatri.    

Sigurjón Þórðarson, 5.1.2009 kl. 09:38

2 Smámynd: Margrét Ingadóttir

Pólitísk umræða verður oft að vera hvöss og það er óhjákvæmilegt að einhverjir móðgist eða að fólk verði jafnvel sárt. En með óþarfa sóðakjafti er verið að eyðileggja þetta fína kerfi, sem moggabloggið er, og vettvang okkar til þess að tjá okkur um málefni líðandi stundar.

Ef að mogginn væri bara að loka á þá sem eru harkalegir í pólitískum umræðum eða heldur harðorðir í garð sumra, væri það ritskoðun. En ég hef séð ritaða hluti innan kerfisins sem er svo viðrustyggilegt að maður svitnar.

Ég skil fullkomlega vel að þó svo að bloggfærslan sé alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspegli ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins, þá vilji þeir ekki hýsa þann viðbjóð sem sumir láta út úr sér.

Margrét Ingadóttir, 5.1.2009 kl. 10:20

3 Smámynd: Skaz

Persónulega þá finnst mér þetta ósköp vitlaust allt saman.

Skrif sem eru færð fram á málefnalegan og rökstuddan hátt eru ekki að breytast hvort sem þú veist nafn þess sem skrifar þau eða ekki.

Og ef þessi skrif eru ekki málefnaleg né rökstudd þá er lítið mál að svara þeim eða hunsa. Hvort sem nafn þess sem ritar er vitað eður ei.

Finnst þetta vera í þá átt að þjóna þeim sem stunda frekar persónulegum árásum heldur en að svara með rökum og á málefnalegan hátt. Þjónar frekast þeim sem spyrja fyrst um nafn þess sem skrifar frekar en að svara því sem hann hefur að segja.

Ofsóknir vegna orða fólks eru staðreynd hér á landi. Fólk sumt hefur átt erfitt uppdráttar vegna ummæla sem það hefur látið falla og komið hafa við suma menn á háum stöðum. Þess eru ótal dæmi að finna hér á Mbl.is sem einmitt hafa komið fram undir skjóli nafnleyndar. 

Skaz, 5.1.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband