Solla, við erum hætt að trúa

Hve oft hafa ráðamenn þjóðarinnar sagt að málin séu að leysast í dag eða á morgun? - Þjóðin er hætt að trúa. Nú kemur í ljós að það sem Geir sagði um daginn að við myndum ekki láta kúga okkur var lygi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur verið gerður að innheimtustofnun fyrr Breta og Hollendinga og ekkert er horft til þess hvort okkur beri að borga þetta eða ekki. Þetta er kúgun. Andskotans Bretarnir eru alltaf samir við sig og hafa alltaf verið. Þetta fallna nýlenduveldi hefur alla tíð kúgað smáþjóðir og okkur tvisvar áður en þá sigruðum við. Nú ætlum við að láta undan. Solla ætlar meira að segja að leyfa Bretum að leika sér í stríðsleik hér á landi. Hafi hún skömm fyrir þessa undirlægju en við eigum samt að senda reikninginn til Björgólfanna og setja lög um að kyrrsetja eignir þeirra hvar sem til þeirra næst. 


mbl.is Von um niðurstöðu í IceSave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Burt með Sollu svikara og Geira gungu! Undirlægjur sem Ceaucescu Oddsson tekur til skiptis í þurrt.........

corvus corax, 13.11.2008 kl. 21:09

2 identicon

VÍNLANDIÐ

Ísland er stoppu stöð á leið frá Noregi til Vínlands hins góða. Við erum útrásar víkingar, en við verðum að rasa út í rétta átt! Leifur Heppni var ekki áttavilltur. Nú er komið að því að þjóðin sæki um inngöngu í Kanada/USA/NAFTA. Þar eigum við “Fyrsta Veðrétt”, samkvæmt Leifi Heppna. Þarna er mestur fjöldi íslenskra afkomenda,sem er okkar eigið blóð. Þeir afkomendur hafa gert það svo gott, að þeir hugsa sjaldan um stoppu stöðina Ísland, í miðju Atlanthafi. Og þeir hafa dreyft sér um alla Norður Ameríku. Evrópa er búin að fá alveg nóg af okkur, eins og Noregur forðum. Vesturheimur bíður okkar án nokkurra fordóma.

Nonni (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband