Íbúatalan tuttugufaldaðist

Hlustaði á bræðslutónleikana á Rás 2 á laugardagskvöldið. Óli Palli og félagar þar eiga heiður skilinn fyrir að útvarpa beint frá tónleikunum. Þetta voru frábærir tónleikar eins og reyndar hinir fyrri en ég er tvisvar búinn að vera viðstaddur og hefði gjarnan viljað vera líka núna. Aðsóknin og það að uppselt var löngu fyrir tónleikana sýnir hvaða trú fólk hefur á þessu framtaki Borgfirðinganna eystra. Íbúafjöldinn gott betur en tífaldast því reikna má með að um 2.000 manns hafi komið því 1.400 keyptu sig inn og fjöldi er fyrir utan. Á Borgarfirði eystra hafa ekki nema um 100 manns fasta búsetu þannig að íbúatalan tuttugufaldaðist.
mbl.is Íbúatalan tífaldaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband