Veist ekki hvað þeir komast þessir Bronkóar

Það að aka upp Bankastrætið hefur nú gerst áður. Sagan segir að Austfirðingur einn hafi á sjöunda áratugnum gert sér ferð til Reykjavíkur að kaupa sér Bronco jeppa sem þá voru það nýjasta á jeppamarkaðnum. Hann notaði auðvitað ferðina til ýmissa viðvika fyrir sig og sveitunga sína í leiðinni. Á ferð hans um miðbæinn beygir hann inn á Bankastræti úr Lækjargötu. Lögregluþjónn stöðvaði hann á leiðinni upp "Bakarabrekkuna" og segir við hann: "Þetta er ekki hægt, þú getur ekki farið hér upp". - Sá gamli var fljótur til og svaraði.  "Jú jú gæskur þetta er hægt, þú veist ekki hvað þeir komast þessir Bronkóar."


mbl.is Ók upp Bankastrætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Minnir mig á manninn sem sat á bólakafi í Jökulkvíslinni við Landmannalaugar. Hann var á nýjum Land-Róver. Þegar aðkomandi hjálparhellur spurðu hann hvernig honum hefði dottið í hug að leggja í kvíslina ,sem var í flugvexti , svaraði hann því til að í auglýsingu um þennan bretavagn hefði verið sagt að hann færi allt. Hann var þó hjálpinni feginn og bauð borgun. Bjargvættirnir vildu ekki peninga en ef hann ætti snafs myndu þeir þiggja hann. Þeim varð nú ekki að ósk sinni því Land-Róver eigandinn reyndist vera þekktur templari úr Reykjavík.

Sigurður Sveinsson, 28.7.2008 kl. 15:56

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 29.7.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband